anti-fighting Characterar Af minni reynslu (sem er ekki mikil miðað við suma, en meira en aðrir =) ) er oftast búist við að allir í ævintýrahóp kunni að berjast og þess vegna er oft meiri challenge að spila non-fighting character. stundum getur það verið erfitt fyrir hina í hópnum að hafa þannig persónu í hópnum en það þarf ekki að vera, ekki ef hún/hann er spilaður vel! nú ætla ég ekki að halda því fram að ég sé “betri” spilari en einhver annar, en ég hef pínu reynslu í að vera “utan við orustuna”.

ég var t.d. að spila um daginn í StarWars og ákvað að vera soldier eftir að annar spilari hafði tekið Noble (sem kunni ekkert að slást, það má ekki vera nema 1 persóna sem er þannig, helst.. nema allir séu svona). Í fína lagi með það NEMA sá sem spilaði noble stökk hikstalaust beint inn í bardaga og þurfti að bjarga honum úr báðum bardögunum löskuðum. Hann stóð sig reyndar allt í lagi í bardaganum en hann var engan vegin með vitality til að vera í bardaga :o/ Mér finnst persónulega að þannig persónur (noble sem er með allt í diplomacy, intimidate og entertain) eigi frekar að standa í bakgruninum heldur en að vera að blanda sér í slagsmál.

ég á tvo langtíma charactera í starwars og báðir eru svona “background” characterar; þær taka helst ekki þátt í bardaga. Önnur (twi'lek noble) er samningatýpan og hagglarinn í hópnum; hún er með um 20 í intimidate (sem er þokkalega mikið, meira en wookie-inn í hópnum t.d.)og svipað í diplomacy en er alveg hörmuleg í að skjóta af byssu (hún hefur reyndar forceskill sem hún notar ef hún lendir í bardaga) hin (human forceadapt) er algjör hjúkka, hún notar forcinn ekki til neins annars en að lækna fólk en er samt alveg einstaklega gáfuð og sér oft um að skipuleggja áætlanir hjá hópnum hún berst reyndar með quarterstaff…fyrir utan það að hún er ógeðslega aum ;o) Þær hafa alltaf þurft að sætta sig við að vera í bakgrunni þegar kemur að því að slást og ef þær gera e-ð í bardaga er það þaulhugsað og lúmskt (eða reyna það).
ég spila líka oft wizard í AD&D eða þjóf og er þá líka ekkert að trana mér fram (ég get líka spilað fighter og soldier en það er oftast enginn skortur á þeim svo ég sé ekki tilganginn)

Það sem marr þarf aðalega að hafa þegar spilaður er “background character” er þolinmæði í bardögum… já og svo er ekki verra ef characterarnir eru gáfaðir svo hægt sé að taka þátt í skipilagningu hluta eða þá extreemly silly (eins og kender).
En spilarinn sem er með kallinn er ekki sá eini sem þarf að passa sig, hann verður að mynda einhver tengsl við amk 1 vöðabúnt sem getur þá varið hann er í harðbakkann slær. Svo verður að hafa mikið í non-combat skillum og knowledge sem hinir eru kannski ekki með því vöðvalaus character lifir á wits ;o) …það þýðir ekki að gera wizard sem er bara með 3 skill og svo galdrana sína… hann lifir ekki mörg level ef byrjað er á fyrsta ;o)

En hvað finnst ykkur um non-fighting machines? Hvernig finnst ykkur að spila þá og hvernig er að vera með þannig character í hóp?