Leitin að Big Boss Sælir spunaspilarar og stjórnendur. Nú fer að styttast í næsta spunamótið, en er það laugardaginn 12. maí ef ég man rétt. Áhugamálið spunaspil á huga hefur verið frekar dautt upp á síðkastið þannig að mér datt í hug að byggja smá spennu fyrir þetta mót.

Eins og sumir muna kannski þá ætla ég að stjórna World of Darkness ævintýri sem gerist í Metal Gear heiminum. Árið er 1981 og kalda stríðið er enn í gangi. Spilararnir spila hermenn frá Sovétríkjunum og Kína í ævintýri sem gerist í Evrópu, Asíu og Afríku er þeir elta uppi hinn goðsagnakennda fullkomna hermann Big Boss. Ævintýrið sjálft mun vitna þó nokkuð í leikina en er ekki lífsnauðsynlegt að hafa spilað þá til að skilja söguþráðinn eða leysa ævintýrið. Sömuleiðis er ekki algjör nauðsyn að vera meistari í World of Darkness kerfinu, en það væri vel þegið ef þeir sem kunna sama sem ekkert í því kynni grunn reglurnar (t.d. hér).

Ég ætti samt að minnast á ég fékk hugmyndina frá einum uppáhalds höfundi mínum, John Wick. Hef ég stjórnað þessu ævintýri einu sinni áður með venjulega hópnum mínum og endaði það… Skemmtilega… Aðeins ein persóna er endurnýtt frá hópnum mínum, en hún komst lengst. Mun ég kalla það kraftaverk ef meiri en helmingurinn af spilurunum verða ekki dauðir áður en ævintýrið endar.

Mér datt í hug að senda stutta kynningu á spilanlegu ‘hetjunum’ þar sem ég var að klára að skrifa þá upp. Þeir eru í fullri mynd með einna blaðsíðu bio hver og er farið mun dýpra í pælingarnar bakvið þessar persónur.

Sjálf spilunin á mótinu mun byrja frekar fljótlega hjá mér og ætla ég aldrei þessu vant að beita ‘fyrstir koma, fyrstir fá’ reglu varðandi persónur. Þessar stuttu lýsingar sem ég gef hér eru mjög takmarkaðar og segja alls ekki alla söguna. Minnist ég á nafn þeirra, hvaða hersveit þeir tilheyra, þá staðalýmind sem ég var mað í huga er ég skrifaði þær, stutta sögu þeirra, vopnaval auk dyggða og ódyggða (virtue & vice).


Nafn: Karl Melorvits Pliskin
Sveit: Spetsnaz
Staðalýmind: Fagmannlegur sérsveitarhermaður, kommúnisti
Saga: Pliskin hefur starfað lengi sem einn af sérsveitarmönnum hersins og trúir algjörlega á mikilvægi og skilaboð kommúnismans. Hann hefur gengið svo langt að læra þýsku og ensku til að þýða upprunalega textann sem Marx og Engels skrifuðu yfir á móðurmálið sitt.
Blóð byltingarmanna rennur í æðum hans, en faðir Pliskins barðist í Stalingrad, faðir hans barðist í Októberbyltingunni og faðir hans var hengdur fyrir að prenta kommúnistaávarpið í Prússlandi.
Eftir að fara í gegnum erfiðustu þjálfun heimsins varð Pliskin einn af þeim fáu, einn af þeim stoltu. Hann berst gegn kapítalismanum og fasisma, með fólkinu á móti ríkinu.
Vopnaval: AK47 rifill og Colt SAA “Peacemaker” sexhleypa
Dyggð: Faith
Ódyggð: Pride


Nafn: Mikhail Raidenovitch Pavlov
Sveit: VDV
Staðalýmind: Adrenalínfíkill, Hollywood hetja
Saga: Pavlov hefur verið lækkaður um tign oftar en nokkur annar, en hann hefur einnig drepið fleiri óvini kommúnismans en nokkur annar VDV hermaður. Hann er talin áhættufíkill og fáir þora að deila með honum gryfju. Bardagi er ekki bardagi fyrir honum ef hann er ekki að renna sér yfir borð, tætandi í gegnum húsgögn með kúlur fljúgandi rétt framhjá sér. Eftir að heyja stríð í Afganistan hefur hann verið sendur til baka sökum óhlýðni.
Vopnaval: Tvær CZ vz. 82 Skorpion hríðskotabyssur og Makarov skammbyssa
Dyggð: Fortitude
Ódyggð: Lust


Nafn: Zinggyon Zhen
Sveit: PLA
Staðalýmind: Þrjóskur hermaður með dauðaósk
Saga: Zinggyon Zhen var tekinn af lífi fyrir glæpi gagnvart mannkyninu eftir að bandarísk fréttakona komst í þorp sem hann útrýmdi. Er þetta nafn tengt við hrottaleg og ómannúðlegar aðferðir Kínverja í Víetnam- og Kóreu-stríðunum og mjög margir Kanar kannast við hann. Óteljandi sprengjuárásir voru sendar að honum og sveit hans, en aldrei virtist hann falla í valinn.
Aftaka Zhens var fölsuð og vinnur hann núna sem leiguliði fyrir hönd Kína. Mjög mikil reiði lifir í þessum stutta og sköllótta kínverja. Það eina sem heldur honum gangandi er vitneskjan að það verða ávallt fleiri bardagavellir til að berjast á, og ABBA lagið Waterloo sem hann spilar hvenær sem hann getur, eins hátt og hann getur.
Vopnaval: Type 81 rifill og Mauser C96 “Broomhandle” skambyssa.
Dyggð: Fortitude
Ódyggð: Wrath


Nafn: Yuri Bauer
Sveit: KGB
Staðalýmind: Lúmskur og vel upplýstur herramaður
Saga: Bauer hefur menntað sig mjög mikið og var alinn upp í kringum trúarbrögð og stór skrif. Þrátt fyrir að vera ekki algjör áróðursmaður kommúnismans tókst Bauer að komast í KGB leyniþjónustuna sem pyntingarsérfræðingur. Hann hefur ávalt haft þann hæfileika að lesa í gegnum fólk, finna veikleika þeirra og notfæra sér hann.
Bauer er ekki jafn mikill bardagahundur og margir, en hann kann að notfæra sér fólk og lesa í gegnum það.
Vopnaval: Gömul Luger skambyssa
Dyggð: Prudence
Ódyggð: Gluttony


Nafn: Vielos Nikolayevich Stanislav
Sveit: MVD
Staðalýmind: Klikkaður sprengisérfræðingur
Saga: Upprunalega var Stanislav verkfræðingur í hernum en eftir að hann komst í sprengisérfræðideildina hefur lífið verið dásamlegt. Hann er nú sendiboði alheimsins og dæmir lifendur sem dauða með eldinum mikla.
Vopnaval: Steckin APS hríðskotabyssa auk Composition-4 sprengiefni
Dyggð: Justice
Ódyggð: Envy


Nafn: Piotr Aleksandrovich Yugoshov
Sveit: GRU
Staðalýmind: Sawyer úr Lost
Saga: Spilltur og siðlaus, Yugoshov lærði allt sem hann kann af loddurum og fólki sem misnotar traust annara í Kiev. Er hann var handsamaður beið hans tuttugu ára fangelsisdóm, en honum bauðst að starfa í staðinn tíu ár í hernum.
Yugoshov hefur notað tíman vel og læra eins mikið og hann getur. Hann hefur hækkað um tign með því að kúga yfirmenn sína. Sú hegðun hefur tíðkast meðal yfirmanna hjá GRU að fá alltaf sinn skerf af ránsfengum við lok sendifara, en Yugoshov sér alltaf til þess að hann fái rúmlega bróðurhlutann.
Hann gerir verkið sitt ávalt vel og er með mjög mikið af tenglum útum allan heim, en ekkert er frítt í þessum heimi.
Vopnaval: Ithaca M37 haglabyssa og TT-33 Tokarev skambyssa
Dyggð: Fortitude
Ódyggð: Greed


Ef einhverjum langar í fullt bio af einhverri af þessum persónum sem heillar þá þá ætti ég að getað reddað því (svo lengi sem einkaskilaboð með netfangi og alvöru nafni er sent).

Skora ég einnig á aðra stjórnendur á þessu móti að gera svipað og skila inn upplýsingum um ævintýrið, heiminn og/eða hetjurnar sem notast verður við 12. maí.