fólk sér bæði kosti og galla þess að hafa keppni á spilamóti. mig langar til að deila aðeins með ykkur mínum sjónarmiðum á þessu fyrirkomulagi.
byrjum á björtu hliðunum, af því að ég er svo bjartsýnn.
þetta er ekki keppni, það er atriði númer 1, viðurkenningin sem “bestu” spilararnir og stjórnendurnir fá í lokin eru í raun viðurkenning um að þeir geri leikinn skemmtilegri.
þetta er keppni…og til þess að vinna hana verður þú að fylgja reglum keppninnar, ekki þínum eigin. málið er að það sem leitað er eftir er skemmtilegur leikur (role-play) og einnig var miðað við samvinnu spilara. einfaldlega verið að segja, að ef þú hagar þér ekki eftir þessum skilmálum ertu að gera öðrum grikk en ekki auka ánægju félaga þinna á þeim athöfnum sem fram fara á spilamóti.
það að vinna keppnina er óvæntur bónus og á alls ekki að vera verðlaunaður á þann hátt að verðlaunin séu eftirsóknarverð, einungis ómæld ánægja þess að sjá Sindra framkvæma klámfengin atriði með stúlkunni með stutta hárið.
í augnablikinu sé ég enga galla, því ég var að sannfæra sjálfan mig um að ég hef rétt fyrir mér…undarlegar aðstæður, svo vægt sé tekið á máli.
jújú, það er eitt sem verður undarlegt í þessum aðstæðum…2 bestur spilarar mótsins geta ekki spilað á sama borði, ég að vísu kann ekki stigagjafakerfið til hlítar en eðlilegar rökfærslur út frá reitnum “besti spilari borðsins” leiðir mig til þeirrar ályktunar að ef 2 bestu spilararnir séu á sama borði og deili bróðurlega með sér “besti spilari borðsins” verðlaununum þá geti hvorugur þeirra unnið nema aðstæðurnar séu svoleiðis á öllum hinum borðunum líka, sem er mjög ólíklegt.
allavega, ég kýs samt að hafa roleplay keppni, einungis til að gefa til kynna fyrir nýliðum og minna þá lengra komna á hver tilgangurinn með þessu öllu er…að skemmta sér vel.
bj0rn - …aulinn sem lamdi vonda guttan ekki.