AtliM
Þú ert roleplaying elitisti. Skoðun þín er ekki marktæk.
Þetta er góð leið til að hefja skrif sín. Að byrja á því að segja að skoðun viðmælandans sé ekki marktæk - þú ert svei mér fær í rökræðum.
AtliM
Að gera characterinn sinn lélegan “for the sake of roleplaying” er um það bil það heimskulegasta sem hægt er að gera. Roleplaying verður að engu því characterinn þinn deyr bara
Ég endurtek það sem Micromegas sagði: hver segir að characterinn verði lélegur þó hann hafi sterkan, skýran persónuleika? Hann skrifaði:
Micromegas
Það hefur aldrei neinn talað um að gera character “lélegan” for the sake of roleplaying, heldur einungis að gera hann trúanlegri sem persónu. Það hefur ekkert með “combat hæfni” charactersins að gera, enda er það ekki allt sem gildir.
Engu að síðu svarar þú, strax í næsta innleggi:
AtliM
Hvað fær þig til að halda að hann sé trúanlegri ef hann er lélegri á mekanískan hátt?
Farðu nú að skilja þetta. Ég skal gefa þér stutta dæmisögu sem sýnir hvernig þú þrætir:
Einu sinni var drengur nokkur á gangi um Jökuldal á Austurlandi með föður sínum. Drengurinn sér eitthvert dýr á gangi, sem hann hefur ekki séð áður.
Hann segir við föður sinn: „Sjáðu pabbi, þarna er gíraffi.“
Faðirinn lítur undarlegum augum á hann og segir: „En gíraffar lifa ekki á Íslandi“
Drengurinn segir: „Jú, þetta er gíraffi.“
„En sonur sæll, þetta dýr er stórhyrnt og stuttfætt. Þú ættir að vita að þannig eru gíraffar ekki.“
Drengurinn endurtekur: „Pabbi, ég veit alveg að þetta er gíraffi.“
Faðirinn andmælir enn: „Gíraffar eru blettóttir og hálslangir, þú sérð vel að þetta dýr er hvorugt.“
Drengurinn endar „rökræðurnar“ á orðunum: „Þetta er gíraffi!“
AtliM
Þú gætir allt eins borgað skattinum fimm sinnum (for the sake of roleplaying yourself).
Skil ég þetta rétt, að þú lítir á persónuleika þessara “build”-a þinna sem skatt; eitthvað sem þú neyðist til þess að gera svo persónan sé gjaldgeng í spunaspili? ;)
AtliM
Ef þú hefur enga hæfileika til að gera effektívan character geturðu fengið vini þína til að hjálpa þér.
Hvað áttu við með þessu? Þú verður að afsaka, en ég á stundum erfitt með að skilja þig.
AtliM
Ég gæti dissað þig á móti, en þá yrði ég bannaður. Í staðinn fer ég fram á viðvörun fyrir þetta mjög greinilega flame.
Flísin í auga náungans…flísin í auga náungans.
Atli, þú ert bara 19 ára og hefur líklega ekki spilað spunaspil lengi. Það er örugglega rosalega gaman að velta sér upp úr þessum tölum í einhverri keppni um hver getur gert flestar árásir í umferð eða hver geti nýtt sér galla kerfsins til að gera persónu sína sem vopnfimasta. Það er líka örugglega voða sniðugt að líta óbeint á D&D sem keppni…en þegar þú hefur spilað lengur þá kemur að því að þú ferð að leita að einhverju fleiru í spunaspilsiðkun þinni. Talaðu við mig eftir fimm ár og við skulum sjá hvort eitthvað hafi ekki breyst.
Að endingu vil ég þakka þér kærlega fyrir að kalla mig elitista. Orðið élite merkir: „yfirstétt kv.; úrval h.; kjörhópur k.; blómi k.; heldra fólk“ og ég get ekki annað en litið á þetta sem hrós og verið ánægður að þú lítir svona upp til mín. Hver veit nema að með tíð og tíma munir þú ná því markmiði þínu að teljast úrvalsspunaspilari.