jæja, þá er komið að því, núna hefur fólk um það bil mánuð til þess að ákveða sig hvort það vilji mæta eða ekki.

Listinn kemur á morgun (mánudaginn) eða daginn eftir mánud. niður í Nexus, þannig að núna er tíminn fyrir fólk til þess að fara og skrá sig!

The hunting of Big Boss
Stjórnandi: Tómas Gabríel
Spilarar: 4-6
Kerfi: Nýja World of Darkness
Þema: Metal Gear Solid (gerist allt í þessum heimi)
Aldurstakmark: Set ég ekkert aldurstakmark en ætlast til þess að
spilarar kunni að haga sér almennilega og að halda sér í karakter.
Lýsing: Heimagert ævintýri frá hugmynd John Wick.
Árið er 1981 og kaldastríðið er í hámarki. Firring sést víðsvegar í
Evrópulöndum er vestur og austur heimsveldin dragast nær því að ýta á
hnappinn og sleppa sprengjunni á andstæðinginn. Stríðum er háð í
gegnum ‘proxy states’ þar sem Sovétríkin hjálpa einni hlið og Kanar
hinni. Þið spilið háttsetta njósnara og hermenn sem vinna fyrir
Sovétríkin og Kína og hafið eitt markmið: Að finna og handsama eða
aflífa hinn fullkomna hermann, einnig þekktan sem Saladin, Naked Snake
eða Big Boss.
Varúð: Þetta ævintýri er bráðhættulegt og ekki fyrir teprur. Það gefst
ekki mikill tími í leitinni og eru mjög ströng tímamörk. Allt er í
hófi. Búist við því að a.m.k. 3-4 karakterar missi lífið.



Nafn: Pedro
System: Call of Cthulhu
Aldurstakmark: ekkert
Description: The adventure is called “That Hideous Strength” and is set
modern-day Iraq, where a military contingent of american and iraqi soldiers is
sent to investigate reports of unusual activity out in the desert. The ancient
sands of the middle-east hide terrible secrets, and they encounter more than
they ever bargained for. This adventure was written by Sandy Petersen, the
author Call of Cthulhu, specially to celebrate the game's 25th anniversary last
year.
Gott er að hafa í huga þegar verið er að skrá sig á þetta er að sagan öll verður á ensku. Nú skulum við Bjóða Pedro velkominn til Íslands og spilum hjá honum!



Kerfi/Spil: Runequest
Stjórnandi: Jens F.B.
Aldurstakmark: 14
Reykingapásur: Fáar
Lýsing:Ævintýrið gerist í Glorantha heiminum þar sem goðsagnir og
galdrar ráða ríkjum og persónur lenda á milli tveggja stríðandi
fylkinga.



Nafn: Pétur Ingi
Kerfi: D&D 3,5
Aldurstakmark: ekkert
lýsing á sögu:Garparnir byrja á vagni á leið að bæ nokrum, og eit leiðir af öðru
auka upplýsingar:nokkrar reykingar pásur
Sími hjá stórnanda: 8637649



Nafn: Björgvin G. Björgvinsson
Kerfi: D&D (Forgotten realms)
Aldur: enginn
Lýsing: Þegar Dóttir Konungsins er rænd á dularfullin hátt eru hetjurnar sendar til þess að finna hana, eitt leiðir að öðru og þurfa þeir að nota alla sína hæfileika til þess að finna hana og halda sér á lífi. Ná hetjurnar að klára verkefnið sitt? Eða enda þeir fyrir vopn óvinarins?
Aukalýsingar: spilarar eru á styrkleika 15 (level 15), lýsingar gætu verið grófar, þannig að ef fólk vill ekki vera heyra mikið um blóð og dráp ekki fara á þetta borð.