Viking
Lengi hefur mér fundist vanta víkinga í Dungeons & Dragons, því eftir sem ég best veit, hefur aldrei komið almennilegt representation fyrir norræna menningu í 3rd ed. Að vísu var jú classin Skald í AD&D sem var hálfgerður Snorri Sturluson, en mér finnst vanta þennan stereótýpíska víking sem fer í “víking” og brennir þorp og heggur mann og annan á meðan hann kveður níðsvísu um ættfræði og skeggvöxt andstæðinga sinna.
Barbarinn eða þeir prestige klassar sem hafa komið hafa ekki að mínu mati náð að fanga essence hins norræna víkings.
Þessvegna ákvað ég að smíða Core 20 levela Víking Class.
Ekki er hægt að multiclassa yfir í Víking frá öðrum classa. Annaðhvort eru menn víkingar eða ekki. Þó geta menn tekið Víkings level ef þeir lenda í fóstri hjá Víkingi eða með öðrum ólíklegum hætti eru samþykktir inn í Víkingasamfélag án þess að hafa fæðst þar.
Víkingar geta þó multiclassað í hvað sem er nema paladina og aðra restrictaða classa, en um leið og þeir hafa gert það geta þeir ekki tekið fleiri level í Víkingnum þar sem þeir eru þá útskúfaðir nema þeir hafi multiclassað í Fighter eða Barbarian. (eða NPC klassa sem passa við Víkinga samfélag eins og Commoner og Specialist.) En Víking levelinn þurfa þó alltaf að vera tvöfallt hærri en hin class levelinn til samans, annars er Víkingurinn útskúfaður fyrir að taka upp siði og venjur útlendinga.
Ath. Ekki er sniðugt að taka spellcasting classa ofan á Víkinginn útaf t.d. Mage Slayer featinu sem lækkar öll caster levels um 2.
Alignment: Any Chaotic
Religion Asgardian Pantheon; Flestir tilbiðja þeir þó Þór, Tý, Heimdall eða Óðinn. Sumir sem multiklassa í Rogue tilbiðja þó Loka og heyrst hefur um þá kyrlátustu sem halda sig heima og tilbiðja Frey/Freyju.
Race: Aðeins Humans.
Proficiency: Víkingar geta notað öll Simple og Martial vopn. Þeir geta notað Light og Medium brynjur og Víkingaskildi (Custom round wooden Tower Shields) – Tékka DMG fyrir Custom Made Arms & Armor
Að spila Víking: Víkingar eru í grunninum Bad Motherf***ers. Þeir eru eins stoltir og harðhöfðaðir og dvergar nema með styrkin til að backa það upp. Þeir eru bardagamenn en hafa marga nytjuga eiginleika sem koma til góðs þegar á reynir.
Víkingar eyða ekki tímanum í kjaftæði. Þeir hóta í stað þess að spyrja að venju og fara yfir jörðu og sjó til að hefna misgjörðum sem hafa verið framin gegn þeim.
Þeim er illa við flest aðra kynstofna en virða þó Orca og Risa sem verðuga andstæðinga sem þeir telja vera komnir af hrímþursum. Þeir líta niður á Dverga, aðalega því þeir eru minni en þeir, en öfunda þá fyrir smíðagetu þeirra.
Víkingar skiptast í ættir en eru með árlegar samkomur þar sem Goðar, yfirmenn ættana, fara yfir helstu deilur og önnur mál sem komið hafa upp það árið.
Ættir víkinga eru oftar stærri en ættbálkar barbaranna, þar sem þeir eiga auðveldara með að vinna saman og koma oft margar ættir saman til að hjálpa einni til að vinna að sameiginlegu markmiði og hafa þeir mikla samkennd með hvor öðrum.
Víkingarnir hafa grimmt orð á sér sem kemur þeim bæði til gagns og trafalla.
1 Cold Resistance 1 – Rage – Limited Linguist
2 Revenge Bound
3 Throw 30
4 Fighter Feat – Good intimidation
5 Death Embrace – “+1 Saves vs Fear”/”-1 Saves vs Fear”
6 Pillage - Odins vision
7 Cleave/Improved Cleave
8 Fighter Feat – Great Intimidation
9 Signature Weapon
10 Mage Slayer
11 Improved Toughness
12 Fighter Feat – Legendary Intimidation – Frey´s sustenance
13 Great Fortitude
14 Cleaving Throw 30 – Signature weapon only.
15 Improved Sunder – Signature Weapon only. Leadership claim
16 Fighter Feat
17 Power Critical – Signature Weapon only.
18 Die Hard
19 Pagan Warcry
20 Fighter Feat - Thors vengance
Cold Resistance:
Víkingurinn fær 1 í cold resistance per level. Sbr. Viking (7) er með Cold SR 7, útaf því harða lortslagi sem hann hefur alist upp í
Rage:
Víkingarnir eru þekktir fyrir ofurmannlega bræði og blóðlosta sem þeir geta tímabundið tappað í. Rage virkar eins og Barbarian Rage
Limited Linguist:
Víkingurinn hefur nátúrulega erfiðleika með að stúdera önnur tungumál, sérstaklega þar sem hann hefur ekki alist upp við neitt annað en hreina norðlensku og Common. Þessvegna fær hann ekki auka tungumál = Intellegens modifierinn. Víkingurinn getur lesið grískt letur (Comon/Chondathan) og Rúnir (Dwarven Alphabet)
Ath. Víkingurinn getur þó keypt sér tungumál með Skill Ranks eins og aðrir en það verður að vera tungumál sem hann hefur þurft að umgangast mikið og lengi á ferðum sínum
Revenge Bound:
Á öðru leveli er víkingurin komin í fullorðina manna tölu og tekur á sig hefniskyldu fyrir nánustu ættingja og partýmeðlimi. Ef einhver úr þessum hópi er myrtur er víkingnum skylt að hefna. Ef hann hefnir hefur ekki hefnt dauða félaga síns eða ættingja að viku liðinni missir hann 1 í Cha og (500 x Viking Level) af XP endanlega. Og svo aftur að viku liðinni þangað til hann hefur hefnt.
Til eru nokkrar leiðir til að hefna.
• Myrða banamann þeirra látna.
• Þvinga banamannin til að greiða bætur (1000 x Character Levels þess sem dó) GP
• Myrða náskildan ættingja banamanns
• Myrða nákomin vin banamanns
• Brenna hús banamanns
Ath. Einnig eru ættingjar víkingsins skyldugir að hefna hans skildi hann falla.
Throw 30:
Víkingurinn getur á 3 Leveli kastað öllum Medium Slashing og Peircing vopnum 30 fet án mínusa. (Base Attack Bonus + Stength Modifier + Dex Modifier = Throwing Attack). Hafið í huga, ef að vopninu er kastað með báðum höndum er Str mod 1.5
Ath. Víkingurinn fær þó viðeygandi mínusa eins og í hefðbundnum Ranged Combat reglum sbr. -4 fyrir að kasta inn í Meele og –4 fyrir að kasta í gegnum(framhjá) vinveittum spilara.
Fighter Feat:
Þar sem Víkingarnir voru miklir bardagamenn fá þeir Fighter Feat, líkt og Fighter á 4 leveli og frjórða hverja eftir það. Sbr. 8, 12, 16 & 20
Good Intimidation:
Þar sem Víkingar hafa það orðspor á sér að vera grimmri en norðanvindurinn sjálfur, eiga þeir auðveldara með að hræða úr fólki líftóruna og kúga upplýsingar úr fólki með að kveða eina hótun eða tvær
+2 á öll Itimidate á allar Intellegent verur.
Death Embrace:
Víkingurinn á 4. Leveli hefur fullvissað sig um að það sé ekkert betra en að deyja í orrustu og fara þaðan til Valhallar og lifa eylífa dýðardaga með hinum einherjunum að drekka og berjast allan daginn.
Vegna þessa finnur víkingurinn enga hræðslu hvað dauðan varðar og er algerlega ónæmur áhrifum hræðslu, svo sem frightfull prescence dreka hræðir hann ekki, því hann veit að annað hvort mun hann drepa drekan eða deyja í dýrðarlegri orrustu. Win-win.
Aftur á móti hafa fear galdrar sömu áhrif á víkinginn, svo sem Fear og Wail of the banshee. En eins lengi og hann hefur fullt gripa á veruleikanum óttast hann ekkert.
+1/-1 saves vs. Fear:
Það er fátt meira traustvekjandi en það að vita að þú hefur ramman víking þér að baki og hughreystir það félaga hans í öllu sem þeir gera eins lengi og hann sé hæfilega nálægt. Ef víkingurinn fer 40 ft. Í burtu byrjar það öryggi að dvína.
Chaotic Good víkingar gefa party meðlimum sínum +1 saves vs Fear í 40 ft. Radíus.
Það er fátt meira ógnvekjandi að abbast upp á menn sem eru með risastóran Víking horfandi yfir öxlina á þeim
Chaotic Evil víkingar gefa öllum óvinum sínum -1 í saves vs fear í 40 ft. Radíus.
Aukalegur plús 1 eða mínus 1 er gefin á öðru hverju leveli eftir 5.
Það er +/-2 á 7. leveli +/-3 á 9 o.s.fr.
Chaotic Neutral víkingar velja hvoran bónus þeir taka en þeir mega ekki breyta eftir að hann hefur verið valinn.
Pillage:
Víkingar eru þekktir fyrir meira en að brjóta óvini sína í tættlur, heldur mala þeir allt sem þeir komast í mélinu smærra. Víkingar hunsa hardness á öllum hlutum = Strenght Modifier.
Ath. Str Mod 1.5 fyrir þá sem halda á vopnu í báðum höndum
Odinn´s Vision:
Þetta er sér class feat sem aðeins Víkingar fá þegar þeir eru komnir á 6. level. Sér þá Guðinn eineygði hag sinn bestan i að lýsa upp fyrir tilbiðjendum sínum það sem öðrum er hulið
Darkvision 30 ft.
Cleave:
Á 7. leveli eru Víkingarnir farnir að taka meira en einn í hverju höggi og fá Cleave eiginleikann, þannig að þeir geti nú hoggið mann og annan með stæl.
Ath. Ef Víkingurinn er með Cleave fyrir, þá verður þetta að Improved Cleave
Great Intimidation:
Nú hefur þessi ákveðni víkingur áunið sér sérstakt orð, meðal víkinga og þykir hann standa fram úr og fær því aukalega +2 á Intimidate Check
Signature Weapon:
Vopn víkingsins er farið að renna saman við nafn hans og menn gleyma hver er hvað. Vopn hans verður partur af goðsögn hans og byrjar að mynda sína eigin eiginleika.
Vopnið á endanum rís til þögullar meðvitundar og gerir allt sem það getur til að auka hróður sinn áður en það er grafið í haug með víkingnum og þaðan til Valhallar, í von um að Óðinn taki það og bætti því i persónulegt vopnabur sitt.
Vopnið fær +1 eiginleika sem verður að kasta upp á í töflunni Magic Weapons í kafla 7 í DMG. Einnig fær það aukalega +1 eiginleika á öðru hverju leveli eftir 9. Max +5 á 19 leveli.
Ath. Þessir plúsar stacka við hvaða aðra magical eiginleika sem vopnið hafði fyrir.
Þetta vopn verður að vera það sama og hann byrjaði levelið með að nota og það má ekki breyta því. Eiginleikar vopnsins hverfa í höndum annara en víkinga. Og getur þar með ekki verið selt, þar sem það er gagnslaust fyrir venjulegt fólk og ómetanlegt fyrir víkinga, þar sem engin myndi kaupa eða selja goðsögn annars Víkings.
Ath. Vopnið verður að hafa lýsandi nafn, 4 lína vísu (með runurími) um afrek sín og blóð amk. 15 manna, 10 orca og 3 risa á sér, áður en það getur vaknað til meðvitundar sem gosagnarkennt vopn
Mage Slayer:
Víkingum er nátúrulega illa við galdra, aðalega Arcane galdra. Þeir fá feat´ið Mage Slayer eins og það stendur í Complete Arcane þar sem spellcasterar eiga í miklum erfiðleikum með að halda sér einbeittum með grimman víking sér við hlið tilbúinn að höggva sig í tvennt.
Engin Spellcaster getur castað defensively þegar hann er threatened af víkingnum.
Ath. Víkingar þurfa ekki að fylla kröfur featsins til að fá það. En missa samt 2 caster level ef þeir skildu duel classa yfir í spellcasting classa, eins og feat´ið segir til um.
Improved Toughness:
Eins og featið. Víkingurinn fær 1 aukalegt HP per level og öll þau sem hann hefur tekið hingað til að Víking levelum.
Legendary Intimidation:
Það er orðið erfitt að finna heimshorn þar sem nafn Víkingsins hefur ekki borist upp á góma í gróflega yfirdrifnum lygasögum, sem gefur honum extra sannfæringarmátt þegar kemur að því að hóta að melta fólk í sýrutunnum fær hann ekki sínu framgengt.
Aukalega +2 á Intimidation
Frey´s Sustenace:
Víkingar geta verið ótrúlega harðir af sér sérstaklega þegar þeir hafa ástæðu til þess.
Þegar Víkingar eru í hefndarförum geta þeir sofið úti í nístandi frosti labbað yfir eyðimerkur í brennandi sól án vatnsdropa og sleppt því að borða eða næra sig á nokkurn hátt í eina viku án þess að taka Fort save.
Að viku (eða hefnd) lokinni verður hann þó að taka Fort save DC(10+daga án næringa og/eða í óþægilegu umhverfi) ellegar deyja.
Great Fortitude:
eftir endalausar orrustur og líffræðilegt veggfóður af örum þarf mikið til að raska líkamsstarfsemi Víkingsins þannig að hann verði á einhvern hátt var við það.
Á 13 leveli þá verða víkingarnir extra harðir af sér og fá +2 í fortitude save´inn sín.
Cleaving Throw 30.
Eins og Throw 30, nema að þú skerð alla í sundur í beinni línu sem þú hittir í 30 ft. Eða þegar að réttum andstæðingi er náð, rétt eins og árás væri gerð með Improved Cleave.
Þetta virkar aðeins með signature vopninu
Improved Sunder:
Eins og featið.
Nývaknað vopn víkingsins er líklegt til að horfa á vopn andstæinga sinna sem meiri ógn við sig en andstæðinginn sjálfan. Þessvegna byrjar það oft á því maska vopn óvina sinna og fer svo út í það að búta það sem eftir er af hinum óheppna andstæðingi.
Víkingurinn fær ekki Attack of oppertunity á sig þegar hann reinir að maska hluti eins og vopn óvina sinna. Saman með Pillage eiginleika þeirra eru þeir orðnir eins og mennskar wrecking balls.
Þetta virkar aðeins með signature vopni víkingsins.
Improved Critical.
Á þessu stigi er víkingurinn farin að miða á höfuðkúpu andstæðinga sinna frekar en að fókusa aðeins á að hitta hann.
Vopnið sjálft hefur sínar ástæður þó.
Því hreinna og flottara sem vopnið gerir af við andstæðinginn (eins og afhöðun í einu höggi) er líklegra að Bardar og og aðrir munu syngja því lof og hrós sem mun auka hróður þess.
Signature vopn víkingsins tvöfaldar Crit threatið sitt.
Leadership Claim:
Ef víkingurinn á þessu stigi hefur gert eitthvað til að auka hróður ættar sinnar og vopn síns svo um munar á hann rétt á því að skora á æðsta Goða ættarinnar um titil hans og verða æðsti Goði sínar ættar. Þó hafa goðarnir ekki miklar áhyggjur af þeim þar sem þeir eru oftasta nær töluvert öflugri en hin meðal level 15 Víkingur.
Áskorunnin felst í 4 keppnum:
Nýðs kveðskapur um andstæðing sinn – 1 stig
Drykkjukeppni – 1 Stig
Glíma (Grappling keppni) – 2 stig
Einvígi (basic bardagi) – 2 stig
Víkingurinn verður að vera með amk. 2 stigum meira en sitjandi goði til að taka titil hans.
Power Critical:
Það er fátt sem nýlega vöknu meðvitund Signature vopn víkingsins elskar meira en að negla hauskúpur eins og stórar golfkúlur og sækist sérstaklega í toppstykki óvina sinna.
Einnig er það vandræðalegt fyrir vopnið að miða á höfuð andstæðinga sinn og hitta svo ekki. Það minnkar hróður þess og orðstír.
Með signature vopni sínu fær víkingurinn +4 aukalega á threat roll til að sjá hvort að hann nái Critical hitti.
Die Hard:
Eins og featið.
Það þarf mikið til að drepa Víking þegar hann telur sig hafa ástæðu til að lifa.
Í hefndarferð er Víkingurinn á fótum að berjast spítandi tönnum og haldandi inn í sér inniflum niður í -10 HP
Pagan Warcry:
Á 19. leveli geta Víkingarnir öskrað blót til Þórs í bardaga svo ógurlega að allir óvinir verða að taka will save gegn Fear í 30 ft. Radíus. DC (10+1/2Viking levels+Charisma Modifier)
Virkar sérstaklega vel fyrir Chaotic Evil Víkinga
Thors Smite:
Charisma Modifier/day getur víkingurinn notað blessun Þórs til að tæta óvini sína.
Með Signature vopninu sínu getur hann castað lightning, eins og galdurinn, þegar hann hittir óvin sinn. Eldinginn kemur frá himnum og hittir óvininn sem að víkingurinn var að slá.
Lightning galdurin hittir aðeins þennan eina lóðrétt frá himnum og niður á fórnarlamb Víkingsins eins og castað séð frá 20 level sorcerer.
20d6 Lightning Damage.
Það er ekkert reflex save.
Lightning resistance telur þó enn.
Ath. Ekki er hægt að taka feat sem boosta eða Metamagic´a spell like abilities á þetta, þar sem eldinginn er komin frá Mjölni en ekki víkingnum sjálfum
Skills:
(2+Int Modifier)x4 á fyrsta Leveli
2+Int Modifier á hverju leveli eftir það.
Class skills:
Craft (Arms & Armor), Handle Animal, Heal, Intimidate, Jump, Knowledge (Geography), Perform (Poetry), Proffesion (Farmer), Spot, Survival.
…………………………………………………………………..
Ég er búin að vera lengi að fínpússa hann og er nokkuð ánægður með hann. Hann er nokkuð balanceraður, þó kannski í öflugari kanntinum, en er þó með ákveðna böggla sem að hrjá hann sem vega upp á móti.
Signature vopnið hans gæti virkað sem powerplay á einhverja en það er í raun ekkert meira powerplay en Fighter/kensai finnst mér.
Sama með Thors Smite, þá er það ekki mikið miðað við arcane spellcaster á lvl 20.
Ég reyndi eftir bestu getu að láta classan bjóða upp á sterkt roleplay og roleplay-base´aða eiginleika. Dungeon Masterar hann leadership claim þrautirnar sjálfir eftir þessum guide´linum.
Svo býður hefniskyldan upp á góða sidequest möguleika og góða endurkomu fyrir spilara sem deyja með Víking-character, ss. Komið aftur sem frændi eða bróðir til að hefna hans.
Einnig reyndi ég að gefa vopninu hans ákveðna tvísýn, þar sem það hefur eigin takmörk (sem gætu stangast á við vilja víkingsins) og “persónuleika” án þess að geta þó talað eins og hræðilega pirrandi sverðið í BG2.
Annars reyndi ég að convörta helstu sérkennum víkinga inn í 3.5 sbr. skills og fleira en ef þið hafið einhver álit eða uppástungur hvernig væri hægt að gera hann betri, eða “raunverulegri” (miðað við High-Fantasy-power-kerfi)
Endilega látið ljós ykkar skína :)