Mér finnst oftast betra þegar fólk er ósammála mér, því þá er hægt að ræða meira um hlutina, og auðveldara að sjá eigin skoðanir í nýju ljósi. Þannig að ekki dirfast biðjast afsökunar á því að vera ósammála.
Ég er reyndar sammála því sem þú ert að segja, sýnist mér. Þeim mun ‘almennari’ ('generic') sem class persónu er, þeim mun meira role-play er mögulegt.
Ég veit ekki hvað skal segja með ójafnvægi, þar sem það er nú orðið langt síðan ég spilaði síðast. Þótt að psionics hafi ef til vill meiri krafta en galdrakall, þá myndi maður ætla að fólk óttaðist þá frekar. Þá væri þetta ef til vill eins og í okkar heimi áður fyrr, þegar fólk var ofsótt og brennt fyrir það eitt að vera grunað um að stunda gakdra. Í fantasíuheimi, þar sem galdrar eru frekar algengir og útbreiddir, gerist slíkt auðvitað ekki. En þar sem psionics eru sjaldgæfari, og erfiðara að sjá hver sé það og hver ekki, þá myndi maður ætla að þeir væru ofsóttir á kannski svipaðan hátt og kuklarar í Evrópu voru.
Varðandi raunsæið, þá var það einkum þetta með að krafturinn kemur innan frá sem mér fannst svo raunsætt. Seiðskrattar og nornir nota ytri krafta og prestar þiggja sitt vald frá guðunum. Það þarf auðvitað æfingu og aga til að geta galdrað eins og vitki, og nokkuð trausta og sterka trú til að guðinn myndi nú gefa af gríðarlegu valdi sínu. En kraftur psioncista er algerlega þeirra eigin, eitthvað sem verður þeirra aðeins og eingöngu með hugarleikfimi og sjálfsaga. Og það finnst mér vera ‘raunsærra’. Sennilega var ‘raunsæi’ ekki besta orðið, en ég bara fann ekkert betra. Því hverjum dettur í hug að blanda raunsæi inn í málin, þegar drekar fljúga, álfar dansa og frumefnin eru lifandi?
Mér finnst reyndar oft eins og flestir fantasíuheimar séu eiginlega bara miðalda-Evrópa, og göldrum sé einhvern veginn bara skellt ofan á það samfélag sem þá var, þegar það er nokkuð ljóst að ef galdrar hefðu verið virkilegt afl allan þann tíma sem mannkyn hefur verið til, þá er ekki einu sinni víst að sú menning sem við sjáum í Evrópu miðalda hefði nokkru sinni orðið til.
En hey - þetta er fantasía, þ.e. hugarburður, og þar getur þ.a.l. allt gerst, ekki satt?