Mig langar til þess að útskíra nánar pælinguna bak við RPG keppnina.

Með því að hafa RPG keppni þá munu þeir sem taka hana alvarlega, reyna að setja aukið effort í roleplay og samvinnu. Það er nú allt gott og blessað.

Fyrir þá sem finnst keppnin ómöguleg geta litið svo á að engin keppni sé til staðar og spilað í rólegheitunum. Samt sem áður fá þeir stig eftir hvert mót og gætu þess vegna unnið. Auðvitað má hinn sami afneitað verðlaunum og leyfa næsta manni að fá þau en mér finnst einhvernveginn ólíklegt að svo fari.

Þessi stig sem menn safna sér upp munu gefa af sér ýmis hlunnindi í framtíðinni. Stigin verða svona einhverskonar XP punktar og þegar visst mörgum punktum er náð fá menn t.d. ódýrar á mótin.

Þannig að þó svo menn séu ekki að keppa, þá munu hörðustu Fáfnismenn fá fyrr eða síðar slík hlunnindi.

Í lokin vil ég taka fram að þegar menn gefa einkunnir þá fá þeir eina aukaspurningu með og hún hljóðar svo, “Á að hafa keppni á næsta móti?”. Gefst mótsgestum þar möguleiki á að kjósa um framtíð keppninnar. Lýðræði!!! Power to the people!!

Kveðja,
-Steini
Kveðja,