DUNGEONS & DRAGONS
„Jivvin, Ssinssrigg lu' Phlith“
Inngangur
Í gegnum tímann hafa menn alltaf sóst eftir einhverskonar dægrastyttingu til að fylla upp í þann tíma sem ekki fór í að sjá fyrir grunnþörfum sínum og sinnar fjölskyldu. Í nær öllum þjóðfélagshópum, á nær öllum tímum mannkynssögunnar er hægt að finna einhverskonar spil sem menn spiluðu sér til skemmtunar. Allt frá fornu steinvöluspili hellisbúa yfir í hið aldagamla kínverska Mahjong.
Eitt slíkt spil á sínar rætur að rekja til Bandaríkjana 1975 , þegar Gary Gygax og Dave Arneson stofnuðu fyrirtækið TSR og byrjuðu að framleiða heimatilbúið spil sem þeir þróuðu út frá gömlu tindátaspili, og er það spil eitt það alvinsælasta, og umdeildasta sem komið hefur fram á vesturlöndunum í manna minnum. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um hlutverkaspilið „Dungeons & Dragons“, afa allra hlutverkaspila.
Þetta umdeilda spil tröllreið afþreyingarmarkaði vesturheims á 9. áratuginum og dreifði sig um alla almenna miðla, með tölvuleikjum, kvikmyndum, teiknimyndum og bókum, þó með mismiklum árangri. Spilið vakti einnig upp margar gagnrýnisraddir sem settu spurningarmerki við siðferðisstaðal þess. En hvernig hefur þetta spil náð svo gífurlegum vinsældum og en jafnframt hlotið svo mikla gagnrýni?
Til að svara þessari spurningu þá þurfum við að fara örlítið dýpra inn í spilið sjálft. Og hvernig það gengur fyrir sig.
Kafli 1 – Spilun
Brad King, höfundur ,,Dungeons & Dreamers” vara við því að spilinu sé líkt við önnur borðspil sem hafa fyrirfram ákveðið verkefni og tilbúin endapunkt. ,,D&D er akkúrat andstæðan [við hefðbundin borðspil]. Það gengur út á að hitta vini sína og segja sögur” Spilið er ætlað 2 – 5 leikmönnum. Mega vera fleiri, en geta ekki verið færri. Reiknað er með 4 leikmönnum og einum spilameistara, þegar reglurnar eru reiknaðar út.
Einn leikmaður tekur sér hlutverk spilameistara (e. Dungeon Master/DM) og hinir eru spilarar (e. Player Characters/PC)
Til að spila spilið þarf maður eftir farandi
Spilameistari:
• Dungeons Masters Guide, Monsters Manual,
• Players Handbook,
• Dungeons Masters Screen, Sett af teningum og
• Skriffæri
Spilarar:
• Players Handbook,
• Character Sheet,
• Sett af teningum og
• Skriffæri
Aukahlutir:
• Módel
• Rúðustrikaðan dúk
• Töflutúss
Spilarar búa sér til persónu sem að þeir spila út allan leikinn. Þeir fara eftir þeim reglum sem þeim eru gefnar í ,,Handbók spilarans” (e. Players Handbook) sem leiðir þá í gegnum sköpunarferilinn. Persóna þeirra getur verið allt frá sterkum bardagamanni, yfir í lævísan þjóf, eða jafnvel að öflugum galdramanni.
Spilameistarinn býr til sögu sem að spilararnir spila í gegnum, með þeim eiginleikum sem þeirra persóna býr yfir. Allir spilarar eru í sama liði þannig að mikilli samvinnu er krafist af þeim sem spila ef að hópurinn á að komast af sem heild.
Spilameistarinn lýsir spilurunum og því umhverfi sem sagan gerist í, með ýmsum hjálpartækjum, svosem módelum sem tákna hverja persónu fyrir sig og svo teikningum á blaði sem notuð eru fyrir landslag, kort og hvað annað sem spilameistaranum dettur í hug.
Til að hjálpa spilameistaranum með að búa til raunverulegt umhverfi fyrir spilarana sína, þá eru til tilbúnir heimar, sérhannaðir fyrir spilið, sem spilameistarinn getur látið söguna sína spinnast í. Til eru margar bækur með upplýsingum í smáatriðum um hvern heim fyrir sig og kallast þær ,,Campaign setting”, eða Ævintýra grunnur, lauslega þýtt. Tilbúnir heimar sem enn er verið að framleiða sérstakar bækur fyrir eru Forgotten Realms og Eberron. Reglubækurnar sjálfar notast við gamlan heim sem kallast Greyhawk þegar þær taka dæmi um staðsetningu eða annað sem kemur umhverfinu við, en gera það auðvelt að fyrir spilameistara að færa reglurnar yfir í aðra heima. Gamlir ævintýragrunnir sem hætt er að nota eru t.d. Planescape, Spelljammer, Ravenloft og Dark Sun.
Inn í hverri sögu eru ávalt skrýmsli eða aðrar hindranir sem spilararnir verða að yfirstíga og fá þeir verðlaun í formi ,,reynslustiga” (Experience Points) sem gerir á endanum persónur spilarana öflugri á sínu sviði og veitir þeim fleiri eiginleika sem spilararnir kjósa hverju sinni. Þannig geta leikmenn orðið öflugri og tekist á við mikilvægari verkefni innan þess heims sem spilið gerist. Þannig að spilið hefur engan náttúrulegan endi, því spilameistarinn getur ávalt spunnið viðbót við söguna sína og sögur fara af spilahópum sem hafa spilað gegnum sömu söguna í mörg ár.
Þessi uppbygging spilsins ól af sér heila kynslóð af svokölluðum hlutverkaspilum og talið var saman árið 1988 að yfir 400 hlutverkaspil væru komin á markaðinn. Öll komin út frá fyrsta hlutverkaspilinu Dungeons & Dragons, þannig að nóg hefur verið um eftirlíkingar og samkeppni. En samt sem áður er D&D enn stærsti risinn á markaðnum með 9 milljónir reglulega spilara í dag.
Nú skulum við líta á hvernig þessum gífurlegu vinsældum var aflað
Kafli 2 – Vinsældir
Dungeons & Dragons var gjörsamlega frábrugðið öllu öðru sem var á markaðnum þegar það kom út. Á meðan flest önnur borðspil voru með einn tening og leikreglur sem oftast var hægt að koma fyrir á örfáum A4 blöðum, þá þurfti Dungeons & Dragons þrjár grunnbækur af leikreglum bara til að hægt væri að spila leikinn. Ógrynnin öll af aukabókum komu fljótt á markaðinn sem voru annaðhvort hannaðar fyrir spilara eða spilameistara, því að þegar atburðarás spils er aðeins takmörkuð af ímyndunarafli leikmanna, er eins gott að vera tilbúinn með leikreglur sem sjá fyrir öllu. Hvort sem að spilarar ákveða að fjárfesta í húsnæði og stofna fyrirtæki, eða þá að þeir vilja hoppa á annari löppinni niður hála brekku með lokuð augun að reyna að hitta á skotmark með lásboga í X mikilli vindhviðu, þá eru reglur tilbúnar fyrir nákvæmlega þær aðstæður, sem spilameistarinn getur flett upp á, ef hann hefur fjárfest reglulega í aukabókunum. Þessvegna hefur verið stór markaður fyrir aukabækur með allskonar ýtarlegum reglum fyrir bæði spilameistara og spilara.
Sala var takmörkuð fyrst um sinn, þegar TSR fyrirtækið byrjaði fyrst að gefa leiðarvísana út, en þegar spilið fór að breiðast um háskólagarða Bandaríkjanna fóru hjólin að snúast fyrir tveggja-starfsmanna fyrirtækið TSR. ,,Í kringum 1977 voru sölurnar komnar upp í $564.000 og nær tólf fleiri starfsmenn komnir á launalista TSR”
Tveim árum eftir þetta, semsagt 1979, var sölutalan komin upp í 2,3 milljónir bandaríkjadala, þegar 16 ára stærðfræði snillingur er sagður hafa fundist undir háskólanum sínum í gufurörunum, í Michigan, í raunverulegri útgáfu af Dungeons & Dragons spilinu. Ári seinna framdi hann sjálfsmorð. Heimildum ber ekki saman um þennan atburð, en látum það liggja milli hluta.
Afleiðingarnar af þessu voru að á einu ári fóru sölur TSR frá 2,3 milljónum dala upp í 8.7 milljónir árið 1980. Gary Gygax frumhönnuður og þáverandi eigandi TSR segir sjálfur að þetta atvik hafi aukið sölurnar gríðarlega hjá þeim, vegna fjölmiðla athygli sem spilið fékk í kjölfari þessa atviks. En það var einnig hér sem að róttækustu gagnrýnisraddirnar byrjuðu að herja á TSR.
Nú þegar hefur Wizards of The Coast, arftaki TSR, grætt í kringum 1 milljarð bandaríkjadala á sölu af Dungeons & Dragons fylgihlutum og með því að selja nafn og uppbyggingu spilsins til annara miðla, svosem kvikmynda, tölvuleikja og teiknimynda. Frá því spilið fyrst kom út, árið 1975 hefur það alið af sér 20 milljónir spilara og náði það hámarki vinsælda á 9. áratugnum.
Vinsældir hafa dvínað töluvert síðan þá og er helsta ástæðan talinn vera tilkoma tölvuleikja, sem gerði mönnum kleift að spila leiki með svipaðri uppsetningu og og spilið, án þess að þurfa að leggja eins mikla vinnu í það, þar sem tölvan tekur sér hlutverk spilameistarans og reiknar allt út fyrir spilaran á talsvert styttri tíma en mennskur spilameistari gæti. Þrátt fyrir þetta eru samt um það bil 9 milljónir manna um heim allan sem spila reglulega.
Aukabækur eru komnar fyrir útgáfu 3.5, svo tugum skiptir og koma nýjar á hverjum mánuði og má sjá hvað kemur á komandi mánuði á opinberri heimasíðu galdramannana www.wizards.com. Allskonar aðrar vörur eru einnig fáanlegar svosem D&D taflborð með útskornum drekum úr spilinu í stað taflmanna auk margvíslegs annars varnings.
Árið 2001 var gerð kvikmynd sem bar titilinn ,,Dungeons & Dragons”, sem að stóð að vísu ekki undir væntingum og stóð sig illa í sölu, en þrátt fyrir það var gert framhald árið 2005 undir nafninu: ,,Dungeons & Dragons: Wrath of the Dragon God”, sem einnig stóð ekki undir væntingum. Fjöldinn allur af tölvuleikjum hafa komið út sem styðst hafa við spilakerfi Dungeons & Dragons, svosem ,,Baldurs Gate” og ,,Neverwinter Nights”, sem báðir náðu gríðarlegum vinsældum um heim allan og unnu til fjölda verðlauna. Skáldsögur, ,,DVD Leikir” og teiknimyndasögur hafa einnig litið dagsins ljós undir höfuðmerki Dungeons & Dragons.
En þrátt fyrir tvær arfa slappar kvikmyndir, eru þær alls ekki alvarlegasta gagnrýnin sem spilið hefur fengið. Lítum aðeins betur á þær mörgu gagnrýnisraddir sem heyrst hafa í gegnum tíman og sjáum hvað þær hafa haft að segja.
Kafli 3 – Gagnrýni
Þrátt fyrir gífurlegar vinsældir hefur ekki staðið á gagnrýni frá allskonar hópum, allt frá áhyggjufullum foreldrum og kennurum til stórra trúarhópa. Einn aðal grunnur að gagnrýni er sá gífurlegi tími sem spilendur virðast nota í spilið og telst hann vera töluvert meiri heldur en tíðkast við spil á öðrum spilum, þar sem spilið í eðli sínu er endalaust. Það er engin alger endir. Sögur geta alltaf orðið lengri. Það getur verið strembið að halda áfram ef spilari deyr í spilinu, en þó eru jafnvel leiðir til að kippa því í lag með endurlífgunar galdrinum. En jafnvel hann hefur sín takmörk.
Kristnir öfgahópar sóttu sérstaklega hart að spilinu á 9. áratugnum og sökuðu það um allt frá þvi að vera siðferðislega spillandi og yfir í það að segja að það stuðlaði að satanisma og allskonar öðrum andlega spillandi hættum eins og samkynhneigð, til að nefna dæmi.
Ben Alexander sem er vinsæll aðventisti og heldur uppi vefsíðu ESP (Exposing Satans Power) segir að spilið sé notað í mörgum skólum, þó sérstaklega í skólum sem eru með sérdeildir fyrir sérstaklega gáfaða nemendur, en varar jafnt sem við þeim áhrifum sem þau börn og aðrir sem spila þetta spil verða fyrir. Ég læt nú Ben Alexander hafa orðið.
Eftir mikla rannsókn, hefur ,,kristna lífstíls stofnuninn” komist að:
Dungeons & Dragons er, í stað þess að vera spil, kennslutæki fyrir djöflafræði, nornakukl, vúdú, morð, nauðganir, guðlast, sjálfsmorð, leigumorð, geðveilu, kynferðisleg afbrigðilegheit, samkynhneigð, vændi, satanisma, veðmál, Júngiíska sálfræði, villimennsku, mannát, píningarhvöt, vanhelgun, djöflasæringar, dauðakukl, galdra og margra fleiri fræðigreina, sent til þín í lifandi ljósi beint frá helvíti!!!
Fleiri hópar og einstaklingar eins og söfnuður ESP komu upp á yfirborðið þegar röð af sjálfsmorðum og morðum sem töldust tengjast D&D spilun, skutu upp kollinum í Bandaríkjunum á 9. áratuginum. Bókstafstrúarhópurinn BADD (Bothered about Dungeons & Dragons) og teiknimyndasöguhöfudurinn Jack Chick voru þar fremst í röð. Á meðan BADD reyndi fyrir sér í dómskerfinu og reyndi að hafa áhrif á allskonar mál sem tengdurst D&D, þá gaf Jack Chick út teiknimyndasöguna Dark Dungeons, sem forvörn til kristinna ungmenna og foreldra, þar sem afleiðingar spilsins voru sýndar í grimmu ljósi.
Þó eru ekki allir sannkristnir menn eins vissir í sinni sök og þeir Alexander og Chick. Margir hafa komið spilinu til varnar og segir það gera góða grein fyrir línunni á milli góðs og ills og að spilið sé hlutlaust tæki sem spilararnir og spilameistarinn nota sem tæki til að staðfesta sína eigin trú með því að berjast gegn hinu illa og fá trúlausa spilara til sín til að geta talað um kristna siðfræði í gegnum spilið. Kristni rithöfundurinn ,,M.J. Young” skýrir frá reynslu sinni um hvernig hann notar spilið til að ná til trúlauss fólks sem hann hefði ekki getað án þess. Hann gefur frekar ljósari ímynd af spilinu og hvernig hann kynntist því.
Dag einn, árið 1980, kom konan mín heim með grein úr tímaritinu ,,Sálfræði í dag” sem lofaði nýja leikinn Dungeons & Dragons ™, sem að höfundurinn hafði notað sem tæki í hópmeðferð unglinga. Við urðum mjög spennt. Þetta hljómaði eins og spil, þar sem við gætum skapað okkar eigin ævintýri, eins og þau sem okkar uppáhalds kristnu rithöfundar – C.S. Lewis, J.R.R. Tolkien, George MacDonald. Við byrjuðum undir eins að leita að því og keyptum grunnspilið.
Lokaorð
Hlutverkaspilið Dungeons & Dragons er búið að vera stór partur af menningu Vesturlanda í rúm 30 ár og hefur alið af sér gríðarlegar vinsældir með 20 milljón spilurum og einum milljarð bandaríkjadala í kassann. En í samfylgd með þessari velgengni kom gríðarleg gagnrýni á óhefðbundna spilun spilsins og siðferðiskennd framleiðanda þess í kjölfar margra sjálfsmorða/morða sem talin eru hafa tenginu til spilsins á einn eða annan hátt. Sérstaklega voru það kristnir aðventistar sem sóttu hart að spilinu og sögðu það spillandi fyrir huga ungmenna sem að spiluðu.
Á 10. áratugnum með tilkomu tölvuleikja, dvínuðu vinsældir spilsins all mikið og gagnrýnisraddirnar með, þar sem þær höfðu fengið nýtt form af afþreygingu til að berjast gegn. En samt sem áður heldur Dungeons & Dragons velli sem stærsti risinn á spilamarkaðnum með 9 milljónir trúfastra spilara um heim allan og mun gera það án efa um ókominn tíma.
Reykjarvík 18 október 2006-10-18
——————————————
Tilvitnanir á frummáli
After extensive research, the Christian Life Ministries concludes: “DUNGEONS & DRAGONS™ instead of a game is a teaching on demonology, witchcraft, voodoo, murder, rape, blasphemy, suicide, assassination, insanity, sex perversion, homosexuality, prostitution, Satan worship, gambling, Jungian psychology, barbarism, cannibalism, sadism, desecration, demon summoning. necromantics, divination and many more teachings, brought to you in living color direct from the pit of hell!!!”
One day in about 1980, my wife brought home an article in Psychology Today™ praising the new game Dungeons & Dragons™, which the author had used as a group therapy technique for teenagers. We were intrigued. From the sound of it, this was a game that would enable us to create adventures like those in some of our favorite Christian fiction–C.S. Lewis, J.R.R. Tolkein, George MacDonald. We immediately sought it out, and purchased a basic set.
By 1977 sales were up to $564.000 and nearly dozens employees had been added to the payroll.
D&D is the opposite. It's about sitting down and telling stories with your friends.
Viðhengi 1
Hérna er listi um þau sjálfsmorð/morð sem talin eru hafa tengst spilinu á einhvern hátt í Bandaríkjunum frá árinu 1981 til 1988, tekið af www.chick.com, tekið saman af William Schnoebelen:
1. “The “Freeway Killer,” Vernon Butts, who committed suicide in his cell in 1987 while being held as a suspect in a string of murders was an avid D&D player.4
2. D&D player (14 years old) commits suicide by hanging, 1979, name withheld by parents' request.
3. D&D player (17 years old) Michael Dempsey, Lynnwood, WA. suicide by gunshot wound to the head, 5/19/81. Witnesses saw him trying to summon up D&D demons just minutes before his death.
4. D&D player (? years old) Steve Loyacano, Castle Rock, CO., suicide by carbon monoxide poisoning, 10/14/82. Police report satanic writings and a suicide note liked the death to D&D.
5. D&D player (21 years old) Timothy Grice, Lafayette, CO., suicide by shotgun blast, 1/17/83. Detective reports noted, "D&D became a reality. He thought he was not constrained to this life, but could leave [it] and return because of the game.“
6. D&D player (18 years old) Harold T. Collins, Marion, OH., suicide by hanging, 4/29/83. Collins was noted to be ”possessed“ by D&D as if he were living the game.
7. D&D player (16 years old) Daniel Erwin, Lafayette, CO., murder by brother's shotgun blast to head, 11/2/84 (right after Halloween). Death was apparently the result of a death pact as part of the game.
8. D&D player (12 years old) Steve Erwin (see above) suicide by gunshot, 11/2/84. Detective report: ”No doubt D&D cost them their lives.“5
9. D&D player (no age given) Joseph Malin, Salt Lake City, UT., pled guilty to first degree murder 3/2/88 and was sentenced to life in prison. He killed a 13 years old girl while acting out the fantasy-role game. The girl had been raped, her throat cut, and she had been stabbed twice in the chest. Police said his ”violent urges were fed by ‘extreme involvement in the fantasy role-playing game Dungeons and Dragons.’"6
10. D&D player (14 years old) Sean Sellers was convicted of killing his parents and a convenience store clerk in Greeley, Oklahoma (1/11/87). He is the youngest inmate of death row in the country as of this writing (22 now). His involvement in hard-core Satanism began with D&D, according to his own testimony. Praise the Lord, he is now a Born Again Christian!7
11. D&D player (14 years old) Tom Sullivan, Jr. got into Satanism and ended up stabbing his mother to death, arranging a ritual circle (from D&D) in the middle of the living room floor and lit a fire in its midst. Fortunately, his dad and little brother were awakened by a smoke detector; but by then, Tom, Jr. had slashed his wrists and throat with his Boy Scout knife and died in the snow in a neighbor's yard.(1/19/88, Amarillo, TX.)8”
Heimildarlisti Williams Schnoebelen:
4. Leithart & Grant, op. cit., p.5.
5. Statistics 2-8 courtesy of Yvonne Peterson, EXODUS S.A. Occult Awareness Program, P.O. Box 700293, San Antonio, TX. 78270; 1987, p.9.
6. Salt Lake Tribune, 3/2/88.
7. File 18 Newsletter, op. cit., 2/22/87. Since this article was originally written in 1989, it is now my belief that Sean Sellers was executed for his crimes and is now (thanks to the mercy of Jesus and Sean's faith in Him) in heaven.
8. cf. Amarillo Globe Times, 1/19/92
Viðhengi 2
Hérna er hin umdeilda teiknimyndasaga Jack Chick´s ,,Dark Dungeons” í heild sinni. Hún sýnir afleiðingar þess að spila hlutverkaspil og hvernig það spillir hugum ungmenna og leiðir þau út í guðlast, heiðni og endanlega sjálfsmorð. En örvæntið ekki. Það er von, eins og þið munið sjá.
http://www.chick.com/reading/tracts/0046/0046_01.asp
Viðhengi 3
Hérna er svo sýnd önnur teiknimyndasaga kölluð ,,The Order of the Stick”, gerð af Dungeons & Dragons áhugamanninum Rich Burlew, þar sem hann gerir grín að ,,Bard” leikmanninum, sem er í raun lítið annað en söngvari og dugar lítið í að berjast gegn skrýmslum.
http://www.giantitp.com/comics/oots0004.html
Heimildir
Cook, Monte, Skip Williams, Jonathan Tweet. 2003. Dungeon Masters Guide. Wizards of the Coast. Belgíu
Leithart, Peter og George Grant. 1988. A Christian Response to Dungeons and Dragons. 2. útgáfa. Dominion Press Fort Worth. Texas
Tweet, Jonathan, Monte Cook, Skip Williams. 2004. Players Handbook. Sérstök útgáfa (e. Special edition). Wizards of the Coast. Belgíu
Waters, Darren. 2004. what happened to Dungeons and Dragons? BBC News Online. Sótt 10 október 2006 af http://news.bbc.co.uk/1/hi/magazine/3655627.stm
Aukaheimildir
Alexender, Ben. 2001-2002. Dungeons & Dragons …only a game? ESP Ministries. Sótt 8 október 2006 af http://www.espministries.com/topic_dungeons.htm
Young, M.J. [Án árs]. Confessions of a Dungeons & Dragons™ Addict. Sótt 2 október 2006 af http://www.mjyoung.net/dungeon/confess.html