Monster Manual II

221 Bls
136 Skrýmsli



Fyrsti aukapakki á skrýmslin sem Monster Manual I, hafði upp á að bjóða fyrir " DUNGEONS & DRAGONS 3.5" Ætla ég að fjalla aðeins um þessa bók í eftirfarandi Grein.

Þar sem þetta er fyrsta aukabók um skrýmsli fyrir D&D (3.5) þá var rosalegt potential í þessari bók að taka allt það sem gleymdist úr fyrstu bókinni. Þarna var frjór jarðvegur til að fara t.d. betur í Beholdera og Illitha, taka in allskonar klassísk skrýmsli úr AD&D, auk þess að bæta inn fleiri basic templat´um.
…Það var þó ekki sú stefna sem varð fyrir valinu.


Skrýmsli:
Ég vill byrja með að segja að það eru nokkur góð skrýmsli í bókinni sem hefðu átt að vera í þeirri fyrri eins og t.d.
Dread Guard,
Hook Horror,
Runic Guardian,
Myconid (Fungus) og
Yugoloths.
Ofan á þetta er góður kafli um Golems með aukalegum upplýsingum sem mér fannst vanta í upprunalega. Eins ot t.d. fannst mér hugmyndin að smíða Golem er drekahræi sérstaklega aðlaðandi. Annars hef ég ekki ennþá fundið alemnnilega Golem reglu sem gefur manni nægt frelsi að búa til eigin Golem.
Risarnir (Giants) voru ánægjuleg viðbót, vel búnir til og skemmtilegir í bardaga.
Önnur góð skrýmsli eru til að nefna Duergar Half breed´ið “Durzagon”, sem að er hálfur Devil hálfur Duergar og er þetta án efa uppáhalds skrýmslið mitt í bókinni. Það er vel uppsett og passar vel inn í flest ævintýri.
Hellfire Wyrm er annað ógnvægilegt skrýmsli sem mér finnst mjög töff. Dreki tekin beint úr The Nine Hells of Baator og settur til að breyða eyðileggingu um jörðina (“the prime Material Plane”) einnig sem hann er ótrúlega sterkur hermaður í blóðstríðinu gegn Djöflunum úr “The Abyss”. Það eina sem fer í mig við þetta skrýmsli er að það er allt of öflugt. Það er öflugara en flestir af þeim níu sem að ráða Baator, og mér finnst það einfaldlega ekki nógu gott.
Drekaafsprenginn “Linnorm” voru einnig mjög heillandi, sem vængjalausir og afturlappalausir drekar. svolítið eins og samblanda af eðlufólkinu Yuan -Ti og Grunn drekunum.
Famine Spirit og Fiendwurm eru góð skrýmsli til að setja inn í Horror Campaign, enda mjög ógnvægileg sem heilalausar, brjálaðar verur sturlaðar af hungri og hatri.

Nú þegar þetta er komið, þá er restinn af skrýmslunum mjög slöpp.
Eðalsteina drekarnir, Gem, amethyst, Topaz og fleiri, eru kjánalegir og enganvegin hægt að bera þá saman við hina sönnu dreka fyrstu bókarinnar.
Abstract skrýmsli sem eru að mestu einhverskonar deig eða random samansettir lífrænir partar eru í miklum meirihluta hérna. Asnaleg skrýmsli sem passa ekki inn í neitt edrú ævintýri eins og Flesh Jelly, Leechwalker, Jerlmaine, hin fáranlegu Raggamoffyn, stökkbreytti ánamaðkurinn Psurlon, hin ógurlega klessa Bone Ooze og mörg fleiri

Þetta er ekki efni í Monster Manual II, heldur ættu þessi skrýmsli að koma mun seinna í sérhæfðri bók fyrir spilara sem vilja ótrúlega furðuleg og óhefðbundin skrýmsli. Mjög fá af þessum skrýmslum eru hentug fyrir hefðbundin ævintýri, og munu flest skrýmsli héðan aðeins notuð á þvingaðan hátt, þar sem þeim er troðið inn þar sem þau eiga ekki eins vel við og mörg önnur úr grunnbókinni.
Ef þú villt skrýmsli með tvær hendur og tvo fætur og væntanlega einhver vopn í höndum þá ertu á röngum stað.
5.5/10


Uppsetning
Hún er mjög vel upp sett, eins og sú fyrri þó eru nokkrar breytingar gerðar til að auðvelda manni að lesa úr eiginleikum skrýmslana. Sumar breytingar eru góðar. Aðrar eru til travala finnst mér. Nokkrar góðar töflur, eins og stærðartafla fyrir mismunandi gerðir skrýmsla. Annars segir grunnbókinn allt sem segja þarf, að mestu, þegar kemur að uppbyggingu skrýmsla. En allt í allt er þetta ágætlega vel uppsett bók, fyrir aukabók, og á hrós skilið fyrir það.
8/10



Listskreytingar
Til að segja það alveg beint út, þá skipta myndirnar í svona bókum gífurlega miklu. Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru myndir eru af hverju skrýmsli sem listað er í bókinni eins og í þeirri fyrri sem að mér finnst að vísu frekar sjálfsagt mál.
Verst að myndirnar hérna eru fæstar eftir Lockwood og aðra glæsilega listamenn, heldur eru þær í meirihluta lítið grípandi og margar virðast gerðar með trélitum (eða einhverju álíka) og virka sum skrýmsli einstaklega kjánaleg eins og hinn ógnævigilegi Gravorg, sem er í raun forljót bröndótt pokarotta sem maður getur engan vegin tekið alvarlega.
Þó eru sumar myndir gerðar af mjög flottum og grípandi listamönnum eins og t.d.
Bronze Serpent,
Hellfire Wyrm,
Tempest og
Bone Naga.
Sem eru allt glæsilega teiknuð skrýmsli
6.5/10



Allt í allt:
Monster Manual 2 er ekki að standa sig sem fyrsta aukabók. Hún er allt of óhefðbundin og með allt of mikið af afskræmdum pöddum, fuðulegum deigum og beint út sagt asnalegum skrýmslum. Þó eru nokkur góð inn á milli eins og nefnt er fyrir ofan.
Uppsetning er fín eins og í fyrri bókinni, en ekki er mikið um nýjar leiðir til að byggja upp eigin skrýmsli eða önnur sjálfshjálpartæki eins og ég hafði vonað.
Myndirnar af skrýmslunum eru í miklum meirihluta ljótar og lítið grípandi. Þó eru nokkur skrýmsli teiknuð af flottum listarmönnum sem vita greinilega hvað þeir eru að gera.
Þessi bók eru mestmegnis fyrir þá sem eru á höttunum eftir óhefðbundnum furðuverum til að setja inn í ævintýrið sitt. Restin getur sleppt þessari.
6/10