Fyrir 2 árum keypti okkar vanalegi DM okkar nýtt spil að nafni Alternity, sem átti víst að vera hálfgert framtíðar-AD&D. Eftir að hafa gert character á 25 mín (prócess sem tekur um 1klst fyrir mig…) var lagt í hann. Eftir að hafa komist smá áfram, stolið litlu Scout geimskipi og myrt pirate stronghold vissi ég að það yrði varla aftur snúið.

I was hooked.

Það ótrúlega við þetta spil er eflaust hversu flókið en samt einfalt það er. Bardagar með skotvopnum eru fáránlega einfaldir, en samt raunverulegir og bjóða upp á mjög mikið. Hressileg tilbreyting frá AD&D 2nd Ed.
Svo var það náttúrulega hve mikið er hægt að gera. Við erum t.d að prófa að spila svona “stone age” spil í þessu, og virkar alveg. Við höfum líka spilað í nútímanum sem svona “ordinary decent criminals” þótt að það hafi verið frekar blóðugt allt (ég spilaði írskan lögfræðing/sprengjusérfræðing sem flúði til Bandaríkjanna). Þetta eru bara dæmi um hversu mikið er í rauninni hægt að gera með smá ýmindunarafli.

Ég hef tekið eftir að mjög fáir virðast spila þessa snilld, og reyndar var hætt framleiðslu á þessu spili vegna hversu illa spilið seldist. En ef ég man rétt er hægt að næla í umframbirgðir í Bókabúðinni Hlemmi og í Nexus