Þarna þarftu nefnilega að gera svo margfalt fleira en í table-top með characterinn þinn. Þú hefur alltaf smá umhugsunarfrest í table-top á því að svara og svo framvegis. Í Larpi þarftu að gera allt samstundis. Maður er líka mun virkari í Larpi en í table-top. Þú þarft ekki að bíða eftir því að hinir geri, þú þarft að vita nákvæmlega hvernig characterinn þinn hreyfir sig. Larp og table-top er ekki fyllilega sambærilegt. Table-top reynir vissulega meira á ímyndunaraflið, en larp reynir meira á þig sjálfan sem leikara og upphugsuð, því stjórnandinn leiðir þig ekki í gegnum allt ferlið, þú þarft að vera uppátækjasamur, þú þarft að finna leiðir til að hafa ofan af fyrir þér, þú þarft að stunda pep-talk sem er oft hægt að komast hjá í table-top. Þetta er tvennt mjög ólíkt en samt svo skylt.
P.S. ekki láta þessa ræðu hræða ykkur, þetta kemur allt sjálfkrafa.