Það leit út fyrir það að miðaverðið yrði 2.000,- fyrir helgina en eftir sveittar samningaviðræður náðist að fá 25% afslátt. Það þýðir að miðaverð mun vera ca. 1.500,- (þetta er ekki fast verð… gæti rokkað upp eða niður um nokkra hundrað kalla)
T.d. þurfa stjórnendur ekki að greiða fullt verð.
Athugið að í þessu verði er allur efniskostnaður greiddur fyrir vinnings medalíur (sjá meira um það neðar), miða á mótið, plaköt og bæklinga.
Næsta sem á eftir að gera er að semja við eiganda mötuneitis sem er í sama húsi. Svo virðist sem bannað verði að koma með matarföng meðan mötuneitið er opið.
Ég er að vinna í því að fá hann til að loka sem fyrst svo við getum keypt okkar pizzur í friði. Annars látum við ekki svona atriði stoppa okkur.
Á morgun fer ég og mæli allt út svo hægt sé að sjá hversu margir komast á mótið.
Ég minntist á medalíur… jamm, það verður keppni í RPG svo það er eins gott að koma undirbúinn á mótið :)
Keppt verður um gull, silfur og brons bæði shjá stjórnendum og spilurum. Nánar um þetta síðar.
Nú standa yfir samningaviðræður við pizzastað um að veita okkur afslátt…
Nú er verið að vinna í því að gefa út félagsskírteini.
Nú er búið að opna Fáfnir heimasíðu. Hún er óttalega ómerkileg eins og enda byrjaði ég að læra að gera heimasíður í gær. En ég mun nýta mér margmiðlunarnámið til fulls við að uppfæra hana reglulega.
Látum þetta nægja í bili,
-Steini
Formaður spilafélagsins Fáfnir
steinerinn@hotmail.com
http://simnet.is/thestone <-Heimasíða spilafélagsins
Kveðja,