Ég hef reyndar ekki spilað í nokkur ár (6) en var að spá hvort einhverjir stjórnendur hér hafa sett upp campaign (sögusvið?) byggða á einhverju tímabili í mannkynssögunni og þá lagt á sig einhverja rannsóknarvinnu til að um sé að ræða eins raunverulegt umhverfi og hægt er. Ef að stjórnandinn er vel lesinn, og góður sögumaður þá gæti svona campaign verið ansi fræðandi og skemmtilegt held ég.
Endilega látið í ykkur heyra, og ef þið hafið ekki prófað svona en líst vel á þá væri líka gaman að fá tillögur um tímabil sem væru spennandi efni í campaign.
´ave atque vale´
______________________________