Ég hef verið að dunda mér við það undanfarið að smíða spunaspilskerfi. Mig langaði svona til að birta núverandi mynd af því hérna svona til að fá smá gagnrýni og spurningar, hvernig á að gera þetta og hvernig er hitt…o.s.frv.
allavega, upphaflega var þetta byggt á d6 kerfi westwood en hefur nú þróast út í mitt eigið d6 kerfi, ég hef allavega ekki séð þetta í neinu öðru spilakerfi þannig að ég er þokkalega ánægður með þetta :o).
þetta kerfi byggist upp á hæfileikapunktum (skill points) og hetjupunktum (hero points, svipað og force points í gamla starwars), öll persónuþróun er í gegnum hæfileikapunkta.
svona til að nefna aðeins hvernig þetta byrjaði, þá þoli ég ekki flöt kerfi…það er kerfi sem byggjast út frá einum tening, 1d20 og 1d100 til dæmis. því að líkurnar til að fá meðaltalstölu í hverju kasti fyrir sig eru þær sömu og að fá hæstu mögulegu tölu eða lægstu. ég vil að það séu mestar líkur á að fá meðaltalstölu í hverju kasti fyrir sig, og að það séu minni líkur að fá besta kast og svo framvegis.
þess vegna notaði ég d6 kerfið. upphaflega byggði ég líka þróunarkerfið (experiance system) sjálfkrafa (dýnamískt) inn í kastkerfið, þannig að ef þú næðir ákveðið góðu kasti fengir þú hæfileikapunkt fyrir svona frábæran árangur, einnig fengir þú hetjupunkt fyrir að standa þig enn betur. síðan voru minni líkur á að standa sig svona frábærlega eftir því sem þú varst betri…rökrétt þróun, allir toppa einhversstaðar. en vegna þess að ég breytti d6 kerfinu þá verð ég víst að finna aðra aðferð en ég var kominn með til að byggja inn sjálfkrafa þróun í kastkerfið, en sú þróun mun verða!
núna loks um kerfið sjálft:
Aðal eiginleikar persónu (primary abilities) eru Fitness, health, intuition og smarts.
Fitness segir til um líkamlegan styrk og fimi einstaklingsins
health segir til um heilsu og almenna hreysti, fitness og health fylgjast að nokkru leiti að…
intuition er innsæi persónu, innifelur alls konar skynjunar- og framsýnishæfileika (perception and divination skills)
smarts eru almennar gáfur og persónutöfrar persónu (intelligence and charisma)…hæfileikar til lærdóms og samskiptahæfileikar.
þetta eru aðalflokkar hæfileikakerfisins,
undir fitness eru allir þeir hæfileikar sem snúa að líkamlegu atgerfi; miða, slást, stökkva…flokkunin á öllum hæfileikunum er ekki búin en þið skiljið auðvitað hvernig þetta verður.
undirflokkar hæfileikakerfissins eru: Resistances, skills og supernatural abilities(magic).
tökum sem dæmi tvo einstaklinga sem báðir eru með 3 í fitness…þeir eru sjálfkrafa (fyrir dreifingu punkta) með 3 í fitness resistance og 3 í brawling.
núna ætlar annar að lemja hinn, hann kastar þá 3 6-hliða teningum vegna þess að hann er með 3 í brawling á móti fitness resistance hjá hinum, af því að hinn er með 3 í fitness resistance þarf hinn 4 (það gæti verið að ég breyti því í 3) eða hærra (hærra en resistance) til að hitta. segjum sem svo að hann fái á teningana, 4, 5 og 6…
allir teningarnir hitta og því kastar hann upp á skaða á móti fitness (fitness gerir fitness skaða), þar er eins, 3 í skaða á móti 3 í fitness, núna fær hann aftur á móti 3, 3 og 6 á tening sem kallast wild dice, á má hann bæta við öðrum tening…hann kastar öðrum og fær 3. hann gerði skaða með 6, en ekki með 3, 3 og 3. aftur á móti nær hann í gegn með 3+3=6 þannig nær hann 2 í gegn og gerir 2 í skaða. takið eftir að hann nær ekki tvisvar í gegn með 3+3+3=9…það má ekki fá afgang að láni frá öðrum teningum.
síðan er hægt að gera health skaða (eitur og sjúkdómar og svoleiðis), intuition skaða og smarts skaða…hægt er að drepa með öllum tegundum skaða…
hvernig nákvæmlega á að drepa einstakling er ekki alveg ákveðið, ég býst ekki við því að hann deyi um leið og hann fer í 0 í fitness eða þvíumlíkt, heldur þá er möguleiki að það líði yfir persónuna og svo framvegis.
allt kerfið á að vera sem einfaldast…staðlað, ekki virka svona með þessu og hinsegin með hinu. til dæmis það að kasta eða stökkva…
ef þú ætlar að gera eitthvað sem er mælt í metrum þá er frávik í tugum sentimetra, ef þú ætlar að gera eitthvað sem er mælt í tugum metra, þá er frávik metrar…og svo framvegis…þú ert til dæmis með 8 í að kasta, fjarlægðir eru margfaldaðar með 5, þannig að þú kastar um 8*5=40 metra, plús mínus einhverjir metrar miðað við hvað þú færð á teningakastið.
hey, sniðugt, mér var að detta í hug hvernig á að byggja þróunarkerfið inn í kastkerfið einmitt núna. það var þannig að ef þú varst með 3 í ákeðnum hæfileika, þá þurftir þú 3*5 til að ná hæfileikaárangri og fá hæfileikapunkt, síðan þurftir þú fjöldi teninga (3*6=)18 til að ná hetjulegum árangri…hæfileika og hetjupunktum sem er bætt við til að fá betri árangur teljast ekki inn í fjölda tening sem margfaldað með.
núna er auðvelt að hafa það…ef þú ert með 3 teninga og nærð 4 eða hærra á 3 teninga þá færðu hæfileikapunkt fyrir þann hæfileika (takið eftir, bara fyrir þann hæfileika), ef þú nærð 5 eða hærra á fjölda teninga sem þú hefur í hæfileikanum þá nærðu hetjulegum árangri og færð hetjupunkt í viðkomandi eiginleika.
að hækka hæfileika er gert með hæfileikapunktum, og að hækka eiginleika er gert með hetjupunktum…um leið og þú ert kominn með 3 hetjupunkta í ákveðinn eiginleika hækkar hann í 4, eins með hæfileika…
það að nota vopn gerir auðvitað aukaskaða, vopn gefa allt frá plúsum upp í aukateninga í skaða…plús hversu vel þú hittir auðvitað. byssa til dæmis, ef þú nærð einum tening í gegnum resistance þá færðu 1 í skaða plús teningana sem byssan gerir, þú hittir illa en byssan er hættuleg þrátt fyrir að þú hittir í hendina á skotmarkinu. sverð aftur á móti gefur til dæmis +1 í skaða sem segir það að hver teningur sem þú kastar telst sem +1 (3 á tening telst sem 4 og svo framvegis).
enn er svo sem margt eftir, en þetta er allt að koma…
bj0rn - hvernig lýst ykkur á?