Skráning er hafin á stóra spilarmótið. Skráning fer fram niður í Nexus og ætlast er til þess að greitt sé fyrir mótið um leið og skráning fer fram. Skráningargjaldi er stillt í hóf, litlar 500 kr. fyrir eitt tímabil en 1000 kr. fyrir allt mótið (3 tímabil).

Hér á eftir fara þau borð sem eru í boði. Við erum enn að taka niður skráningar á stjórnendum, áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við Helga í Nexus.

1. tímabil, Fantasy – 1. apríl, frá kl. 12:00-22:30

Borð 1 – Exalted
Stjórnandi: Hörður Rafnsson
Aldur:
Reykingar: Ekki vel liðnar
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Fantasy anime roleplaying.

Borð 2 – Legend of the Five Rings
Stjórnandi: Tómas Gabríel
Aldur: 19 ára
Reykingar: Illa séðar.
Fjöldi spilara: 4-6
Ævintýri: Shogun's edicts (heimagert)
Vandræði byrja á austurskaga Fönix landanna, og sem hermenn
Shoguns-ins þurfa spilararnir að hætta sér bakvið óvinna línur.

Borð 3 – Earthdawn
Stjórnandi: Guðmundur
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Fantasy heimur, þar sem er að finna fljúgandi skip, fíleflda bjargmenn, eðlumenn, álfa, dverga og orka innan um menn og óvætti Óreiðunnar.

Borð 4 – Warhammer Fantasy Roleplay
Stjórnandi: Björgvin
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Ævintýramennirnir ákveða að leita sér að vinnu í Borginni Nuln og er nóg að gera þar. Ævintýramennirnir komast að því að nóg er að vinnu og ákveða þeir að gera eitt að þeim. Ein eitthvað er ekki rétt á þessum stað, það er í þeirra höndum til þess að komast að því og stöðva það áður en það verður of seint (Ævintýri úr bókinni Plundered vaults). Byggir á sama heimi og Warhammer Fantasy borðspilið.

Borð 5 – Dungeons & Dragons, ed. 3.5, Epic
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Aldur: 27 ára
Reykingar: Illa séðar
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Vecna lives! Gamalt TSR ævintýri sem stjórnandi uppfærir og lagar til svo það henti Epic characters. Aðeins fyrir reynda D&D spilara. Persónurnar þurfa að berjast gegn Archlichinu Vecna og kumpánum þess. Persónur verða á 25-26. leveli.

Borð 6 –
Stjórnandi:
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara:
Ævintýri:


2. tímabil, Horror – 1.-2. apríl, frá kl. 23:00-10:30

Borð 1 – Vampire the Requiem
Stjórnandi: Haukur Dór
Aldur: 23 ára
Reykingar: Illa liðnar
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Hugarmistur gerist í Lundúnum á tveimur mismunandi tímabilum, annars vegar árið 1847 og hins vegar í nútímanum, 159 árum síðar. Árið 1847 eru vampírurnar fremur nýjar af nálinni og enn að kynnast samfélagi vampíranna. Í nútímanum eru þær hins vegar orðnar meðal öflugustu vampíra borgarinnar og sumar þeirra sitja, til að mynda, meðal ráðgjafa prinsins.
Árið 2006 kemur nokkuð upp sem verður til þess að vampírur leikmanna þurfa að kafa djúpt ofan í það sem gerðist fyrir öllum þessum árum. Eilífðarmistrið (fog of eternity) gerir þeim erfitt fyrir og nær ómögulegt reynist að muna svo langt aftur í tímann. Dvalinn sem vampírurnar lögðust í hjálpar ekki til: óralangur draumur sem blandaði raunveruleikanum við ímyndanir, fortíðinni við óskir og minningum við martraðir. Í sögunni er flakkað á milli þessara tveggja tímabila og munu upplýsingar úr fortíðinni hjálpa vampírunum að afhjúpa leyndardóminn og þá ógn sem að þeim steðjar í nútímanum.

Borð 2 – Call of Cthulhu
Stjórnandi: Jóhann Ingi
Aldur: 32 ára
Reykingar: Ekki vel séðar
Fjöldi spilara: 6
Ævintýri: Heimatilbúið, öllum líkindum framhald af síðustu mótum.

Borð 3 – World of Darkness
Stjórnandi: Guðmundur
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5-6
Ævintýri: Misst hefur samband við Breska leynilega herstöð út í Iraq og Breski herinn ákveður að senda smá sveit af SAS (special Air Squadron) hermönnum á staðinn til þess að kanna hvað kom fyrir. Hlutir fara að gerast á þessari stöð sem þeir geta ekki útskýrt.



Borð 4 – Palladium horror, Nightbane
Stjórnandi: Björgvin
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Sérsveit sem sér um yfirnáttúrulega hluti er send í Arizona eyðimörkina.

Borð 5 – World of darkness (gamla kerfið)
Stjórnandi: Theó
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri:


3. tímabil, Sci-fi/modern – 2. apríl kl. 11:30-20:00

Borð 1 – Shadowrun
Stjórnandi: Jens Fannar
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Nútímafantasy… drekar, galdrar, ogres, álfar og slíkt innan um tækni framtíðarinnar.

Borð 2 – Adventure
Stjórnandi: Óskar
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Pulp ævintýrakerfi, þar sem leikmenn geta komist í spor Indiana Jones og þess háttar hetjna.

Borð 3 – Mutants & Masterminds
Stjórnandi: Bjarnar
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: X-men, Spiderman og allar ofurhetjur sem ganga í nærbuxunum utan yfir buxurnar, þetta er eitthvað fyrir ykkur. Æsispennandi ævintýri!

Borð 4 – Cyberpunk 2020
Stjórnandi: Haffi
Aldur:
Reykingar:
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Framtíðin er hulin myrkri og tækninýjungar hafa ekki endilega fært mannkyninu hamingju. Ertu tilbúin/-n að takast á við þennan myrka veruleika?


Borð 5 – Askur Yggdrasil
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Aldur: 27 ára
Reykingar: Mjög illa séðar
Fjöldi spilara: 5
Ævintýri: Hetjurnar þurfa að finna leið til Miðgarðs vegna ákveðins vandamáls og komast aftur til Ásgarðs.

Nú er um að gera og drífa sig í Nexus til að tryggja sér sæti á réttu borðunum. :)