Þegar ég kynntist svo spunaspili var dregin upp aðeins öðruvísi mynd af þessum kappa. Brynvarinn trúarbubbi sem fór einfaldlega um og notaði smite evil… ég var ekkert sérstaklega hrifinn. Ásamt því var “Lawful evil” alltaf frekar stimplað á hann, sem að þó að ég skilji nú einungis sem viðmið varðandi hegðun spilandans, sem gerði hann frekar “þröngann” klassa til spilunar. Seinna meir sá ég svo Anti-Paladins og Blackguards, spegilmynd Paladinsins, þar sem alignment var orðin aukaatriði, svo lengi sem þeir voru illir.
Ég spurði kennara minn einn dag hvort hann kannaðist við orðið Paladin. Sá kennari var tungumálasnillingur og talaði fleiri mál en ég hef af puttum. Hann var fljótur að svara mér… “Maðurinn í Höllinni; Lávarður eða drottnari oftast kenndur við kirkjuna á miðöldum”. Það var vegna túlkunar hans á orðinu Paladin sem að mér fór að finnast klassinn enn leiðinlegri en áður sem endaði að lokum með því að ég ákvað að frá þeim degi skildi enginn í mínum spilunarsessionum spila Paladin… nafnið er nú “Zealot”.
Ég gerði nokkrar breytingar á klassanum sem slíkum. Alignment skiptir nú ekki máli. Hver Zealot hefur að sjálfsögðu sinn guð og skal alignment hans vera hið nákvæmlega sama. Þetta þýðir að sjálfsögðu að nokkrir galdrar af lista Paladinsins verða ófáanlegir, enda margir með “good” descriptor. Þetta er hinsvegar frekar auðveldlega leiðrétt þar sem flestir galdrar í D&D hafa andstæðu einhverstaðar og ef fólk vill ekki standa í veseni getur það einfaldlega notað Blackguard spell list fyrir illa Zealots. Fyrir neutral charactera er það aðeins flóknara en ef fólk hefur reynslu af good/evil spellcasting í leiknum ætti það ekki að vera mikið mál að gera þær breytingar sem þarf. Ef allt annað bregst mætti stela spell lista “Hexblade” úr complete warrior, þó gæti það orðið frekar skrítið.
Svo kemur að þessum sívinsæla “Remove disease” hæfileika hjá venjulegum Paladins. Frekar gagnslaus hæfileiki að mínu mati en hvað veit ég? Í stað hans setti ég valkost. Eins og Blackguard má taka sér auka tening af Sneak attacki. Sem spegilmynd má öðlast “Cause Disease” hæfileika sem fúnkerar þá eins og galdur af sama nafni. Ef hvorugt er hentugt hef ég leyft að spilandinn taki þess í stað “Divine” Feat úr Complete Divine. Þessi feat eru afar hentug paladins sem fá sjaldan að nota turn/rebuke undead hæfileikann sinn.
Í heildinna gerir þetta leikinn aðeins opnari fyrir þá sem vilja spila einskonar “heilagann” stríðsmann en vilja ekki binda sig við aðallega góða guði og/eða nötrandi illsku sem blackguards, án þess að skapa of mikla “ójafnvægis” tilfinningu. Þó mæli ég með að leikstjórnendur fari afar vel yfir hegðunarmynstur þess guðs sem spilandinn er tengdur við. Það á ekki að þurfa nema nokkur skref í ranga átt áður en guðinn ákveður að þú hafir brotið gegn sér og refsar því með því að ræna þig af þeim gjöfum sem hann hefur gefið þér.
Prófið… njótið… og endilega segið frá.
EvE Online: Karon Wodens