Ég var að spila í gær í fyrsta skipti í langan tíma og var það einkar velheppnað spilakvöld. In-character samtöl voru með mesta móti sem gerði þetta aukalega gaman.
Eins og oft þegar ég fæ að vera með þessari “grúppu” fæ ég að upplifa óvenjulegt RPG. Mig langar þessvegna (ef einhvern langar til að lesa) að segja aðeins frá spilahögum í gær því mér finnst oft eins og fólk sem sækir þetta áhugamál sé fast í klisjum.
Við vorum þrír spilararnir að spila GURPS í fantasy heimi sem GMinn sjálfur kokkaði upp og notaðist aðeins við Forgotten Realms þegar hann vildi. GMinn setti okkur fyrir að búa til charactera sem væru ungir, fengju um 180 punkta skv. optional reglum sem við notum en okkur var samt frjálst að sveigja til ef við vildum. Við máttum hinsvegar ekki hafa neitt combat skill yfir 16.
Útúr þessu kom að grúppan sem spilaði í gær samanstóð af:
Human Bard, hafði hæfileika með tvö vopn, hnífa og lásboga. Þar sem hann var bara meðalsterkur tók hann 20 sekúndur að spenna lásbogann svo ekki var mikið gagn í því…
Human… Ég er ekki enn viss hvað annar vinur minn spilaði. Hann kunni eitthvað að galdra (að því er virðist) eitthvað að skylmast og er lítill rindill með 9 í Strenght. Nobleborn sem var hennt út fyrir að barna dóttur einhvers fyrirmanns. Ætlar sér að vinna afrek til að geta snúið aftur.
Human vaudeville artist (actor/singer/juggler/dancer/acrobat etc.)/ street hustler var sá sem ég spilaði. Kunni ýmis entertainment trick og notaði auðvitað sleight of hand til að byggja upp pickpocket skill og til að svindla í gambling. Gat notað hníf ágætlega ásamt nokkurri fencing þekkingu. Ekki að hann hafi haft efni á slíkum vopnum…
Þarna var enginn fighter, enginn fullblown mage eða þvíumlíkt. Við forðuðumst combat í lengstu lög og cahracterinn minn fékk á sig heigulsstimpil. Það sem við þurftum að gera var að beita kænsku til að gera hlutina ásamt góðum skammt af roleplay. Þetta var mesta stuð en þar sem ég er búinn að röfla nóg í bili ætla ég ekki að lýsa ævintýrisbútnum frá í gær fyrir ykkur :)
Nóg um það að segja að við lentum ekki bardögum við evil mages þótt við höfum spjallað við vafasama galdramenn. Við hefðum ekki einu sinni grætt á því að berja þá! Allt í allt lifðum við af og lifum annan dag til að reyna að laga allan skaðann sem gjörðir okkar ullu…