All we need is just a little patience.
Galdrar Í AD&D/D&D.
Er ég einn um það að finnast galdrakerfið í þessum spilum vera ögn kjánalegt, og alltof litlaust? Yfirleitt sýnast mér galdramenn vera annaðhvort vera algerar liðleskjur og landeyður eða þá einhvers konar stórskotalið sem dúndrar út eldhnetti á eldhnött ofan og þegar galdrarnir eru uppurnir þann daginn fara þeir bara á öruggasta staðinn og fleygja grjóti eða hnífum í óvini sem hætta sér of nálægt. Þetta “memorsation” - kerfi er ekki að virka sem skyldi, sýnist mér. Hve margir hópar leggja kvaðir á galdramenn sem ekki er kveðið á um í reglubókunum (t.d. mega ekki borða fuglakjöt, ekki klippa hár, ekki fara inn í hús án þess að dansa fugladansinn)? Hve oft verða kuklararnir fyrir fordómum almennra borgara sem skilja einfaldlega ekki kraftana sem verið er að nota? Allt þetta þætti mér eðlilegt ef reynt er að halda í ögn af raunsæi í annars ofurórunverulegum heimi.