Reglur
Er ég sá eini sem er kominn með leið á því að fólk ofnoti reglur. Mín skoðun t.d. á valdi GM-s er sú að hann er alráður. Ef hann telur þessa reglu ekki vera sniðuga þá sleppir hann henni. Ef honum finnst að það vanti einhverja reglu þá bætir hann henni inn. Ég þoli ekki fólk sem rífst við GM-inn og vitnar í reglurnar. Þetta er ekki bara spil þetta er gagnvirk saga. Því meira sem GM sleppir reglur og gerir þetta að sögu því betra. Auðvita er nauðsinnlegt að hafa þær en fólk á að verða verlaunað fyrir æðislega frumlegar hugmyndir ekki refsað með að segja þeim að það er ekki hægt og vitna í einhverja fáránlega reglu. Ef fólki dettur eitthvað í hug á það að fá möguleika á að framkvæma það, látið það bara vera erfitt. Síðan í staðinn fyrir að segja: Þú hittir skrímslið með skaðanum 3, í staðin má lýsa þessu á skemmtilegan hátt. Hafið þið spilað Warhammer ( the rpg ) þá er ákveðin ‘gore-table’ og það er æðislegur hlutur. Langt síðan ég spilaði þetta en ef þú náðir að drepa óvin með ágætum árángri þá kastaðirðu upp á þessari töflu og þá kom einhver mjög skemmtileg lýsing á dauðadag óvinsins. Því meira sem fólk lifir sig inn í spilið því skemmtilegra. Því meira sem GM-inn leyfir playernum að gera því skemmtilegra. GM-inn á að vera frumlegur ekki fastur í einhverjum reglum.