Mér finnst Evil réttlætanleg lýsing á grúppu, hef prufað að spila í evil grúppu og einn okkar gerði frekar neutral álf.
Það endaði í miklum blóðsúthellingum, og þótt þær hafi verið frekar skemmtilegar hefði karakter í betra samræmi(þeas EVIL!) við hópinn farnast mun betur. En hópurinn gekk alls ekki beinlínis út á það að vera evil. Gott mafíudrama er dæmi um fínt tækifæri til að spila evil karaktera.
Að setja sér evil sem stefnu er að öllum líkindum frekar þurr leið til spilunar því að það er vanalega augljósasta og auðveldasti kosturinn. Það svalar auðvitað vissum kvalarlosta en svipað og að svindla í tölvuleik, þreytist fljótt.
Það er hins vegar *hægt* að spila grúppu sem ætlar sér bara að vera góð vegna þess að það er erfitt að breyta hlutunum til hins betra.
Skemma auðvelt/bæta erfitt. Mótlæti skapar söguna.
Ég get eiginlega bara ímyndað mér að hafa evil sem stefnu bara gæti virkað í últra góðum heimi eins og td. himnaríki. Lúsífer og allur sá hasar hefði verið fínt campaign :P