Skemmtilegar fréttir fyrir aðdáendur a Song of Ice and Fire bókanna…
White Wolf og Guardians Of Order ætla nú að gefa út spunaspil byggt á seríu George RR Martin a Song of Ice and Fire. Bókin verður gefin út í tveimur úfærslum: Standard og Delux. Svo má hver deila um það hvort það sé sniðugt.

Mér finnst skemmtilegt að þessi bók sé að koma út og mun ég án efa festa kaup á einni ásamt vinkonu minni… því þó það sé yfirleitt hægt að velja sér bara kerfi og byrja að spila eftir þeim heimi sem fólki listir þá er það ekki alveg það einfalt með þessa seríu eins og við komumst að.

Við félagarnir gerðum tilraun til að spila í Ice and Fire heiminum og vil ég segja frá því smá og endilega leggið ykkar skoðun (eða reynslu) í búkkið.

Við urðum auðvitað að byrja á að finna okkur kerfi til að spila þetta í. Ekki dugði venjulega Dungeons and Dragons D20 þar sem okkur þykir það ekki lýsa nægilega vel raunveruleikanum svo úr varð að nota kerfi sem Tves er að búa til: Grim Realities.
Þetta er d20 kerfi en í stað levels og classes fær persónan punkta sem hún eyðir í hina ýmsu hæfileika, m.a. wound points sem eru af skornum skammti og eitt af því sem gerir kerfið “hættulegt” er að ef characterinn fær skaða byrjar hann að fá mínusa á köstin sín (meiri skaði > meiri mínus) til að lýsa þreytunni og hindrunum sem sársauki og sár valda. Kerfið var ekki full klárað svo það setti pínu mark á characteranna að það breyttist smám saman, en ég held það hafi ekki verið til hins verra.

Við ákváðum að byrja söguna rétt um það leiti sem Stark er tekinn af lífi (afsakið ef ég skemmi fyrir einhverjum…) og allir bjuggu til bakgrunns sögu fyrir characterinn sinn (það gekk ekki slysalaust þar sem aðeins ég og Tves vorum búin með bækurnar og einn annar spilari var rétt að byrja að lesa, en þar sem ein snilldin við þessa sögu er að þetta er frekar hefðbundið “miðaldar” samfélag með nokkrum frávikum þá gekk það). Þau komu sér saman á endanum, og byrjuðu ferð sína.
Ég ætla ekki að dæma gæði spilunar og stjórnunnar en við skemmtum okkur vel og er liðið ár síðan við byrjuðum og erum fyrst núna að leggja þau til hliðar. Þau byrjuðu sem algerir imbar, jafnast kannski á við commoner í venjulegu d&d ævintýri… helst á 0 lvl. en eru núna ansi miklar hetjur, jafnast á við um það bil lvl 10 character í d&d nema hvað sumt er betra og sumt er verra þar sem grim realities leyfir meiri sveigjanleika. Úlfur getur enn borðar hvert þeirra sem hann vill, ef characterinn er ekki í brynju -hehe-.

Það sem við komumst að er hve lítið er í raun sagt um eiginlega heiminn í bókunum. Það er ekki farið mikið í landafræðilegar útlistingar, garldrar eru erfiðir í útskýringum og einfaldir hlutir eins og vegalengdir og peningakerfi reyndust ekkert einfaldir. Tves endurreiknaði t.d. allan útbúnaðarkaflann byggt á sögulegum heimildum um hvað hlutirnir kostuðu í englandi á miðöldum og svo hinum nokkru tilvísunum sem voru í bókunum (þar sem okkur fannst frekar dýr listinn í d&d) og við komumst að því að kortin í bókunum eru fáránlega stór… að minnstakosti miðað við tilfinninguna um stærð sem við fengum í bókunum.
Óhjákvæmilega urðu sumir characterar garldranotendur (ein var með greensight og önnur komst í snertingu við shadowmagic) og tók nokkur tíma í að skilgreina á milli garldranna sem koma fram í bókunum. Okkur tókst það á endanum, en þess má geta að þessir tveir characterar eru orðnar ansi skemmdar bæði afþví garldar eru hættulegir og svo trúðu hinir lengi vel ekki hvað þær voru að segja og gera (“já já, þig dreymdi dreka.. gott há þér) og svo loks þegar þau trúðu brugðust þau við með því að líta á það sem slæman hlut. Annað sem vantaði var nefnilega meira um trúnna og hefðir.. jú það eru ”the old gods“ (tré með andlit eru einskonar skurðgoð?) og svo ”the seven" (sjö andlit á einum guði eða sjö mismunandi guðir?) svo er líka guð elds sem er utanaðkomandi í Westeros en í bókunum er ekki gerð skil á hvort guðirnir veiti einhverja garldraorku eða hvort þetta komi annarstaðar frá og hvaðan þá. Eini trúartextinn sem vitnað er í er söngur sem minnist á sex af sjö guðum, svo er farið í giftingu og jarðaför… en öðruvísi en að taka þessu sem: old gods = druida trú einhverslags og the seven = kristni er erfitt að dæma um hvernig t.d. septon hagar sér og hvor the Red Priestess sé í raun að fá krafta fra guði eða hvort hún sé Blood Mage.

Við skálduðum auðvitað í eyðurnar en það væri gaman að prufa að spila með útgefna RP bók til hliðsjónar þar sem spilarar sem ekki hafa lesið bækurnar geta lesið sér til um heiminn og stjórnandinn getur haft meiri solid heimildir.

Fyrir þá sem hafa áhuga á RP bókunum er hægt að skoða smá hér: http://secure1.white-wolf.com/catalog/index.php?cPath=71
Heimildir sem við studdumst ansi mikið við eru hér: http://www.westeros.org/
Vefsíða George RR Martins: http://www.georgerrmartin.com/

Svo fást skáldsögurnar í Nexus (og etv annarstaðar)… vonandi mun svo RP bókin líka fást þar.