Thja, ég upplifði það í gærkveldi að grúbba sem við vorum nýbyrjaðir með snérist á móti hvort öðrum og dó síðan…
Það voru human ranger, elven ranger, elven fighter, elven mage og female dwarf cleric/figther. Dvergurinn var CN, frábært, og var allveg saman um allt. Hann fór til gnúms og bað hann um að búa til “tæki til að hækka í lútuni minni” gnúmurinn tók sér dágóðan tíma í að búa það til með shout og silence göldrum og brátt var þetta tilbúið. Dvergurinn setti náttúrulega allt í bottn, var með bómul eða einhvern fjandan í eyrunum á sér og byrjaði að spila, krakkar og hestar fóru öskrandi í burtu og ranger-inn sá sér ekki annað fært en að eyðileggja þessa vél. Hann skaut ör í það og fékk auðvitað 20 á teninginn, eins og alltaf þegar hann er að reyna að stopa pc að gera eitthvað, tækið springur og dvergurinn deyr.
Dvergurinn er svo vakinn til lífs aftur og fór að hefna sín. Auðvitað var þetta gnúmnum að kenna og hann drap hann, fékk 20 á teninginn. Eftir þetta var hann eftirlýstur og var svo stoppaður af vörðum. Hún sagði ekki neitt og ákvað að hoppa inná bar og kaupa sér bjór eins og ekkert hafið í skorist. Þegar verðirnir voru að fara að skjóta örvum í hann sá fæterinn þetta og ákvað að skjóta á þá. Þeir snéru sér við og skutu á fæterinn en þegar annar þeirra var dauður ákvað dvergurinn að fara og hjálpa vini sínum og steindrepur vörðinn.
Þegar þeir eru loks farnir úr bænum finna þeir sér bóndabýli sem er yfirgefið. Þeir finnast þó eftir nokkra daga og er bankað uppá hjá þeim. Þeir reyndu að dulbúast á sinn besta hátt og kallarnir virðast ekki þekkja þá og eru að gera sig klára til að fara, en þá tekur dverurinn uppá því að öskra “Haltu kjafti hóran þín” með sína 7 í char. Verðirnir snúa við og ættla að drepa þá og núna tekur dvergurinn uppá því að “flassa” þá (munið að dvergurinn er kelling!) og verður vörðunum svo mikið um að þeir flýja allir nema 2 eða 3… Og dvergurinn og álfurinn drepa þessa verði.
Svo þegar í bæinn er komið riðjast þeir inn til gnúmsins sem bjó til tækið því dvergurinn ættlaði að láta búa til nýtt dót handa sér (dvergurinn alltaf jafn rólegur og munið að gúmurinn sem bjó þetta til var dauður en vinur hans er þarna) og gnúmurinn skít hræddur og vill ekkert gera fyrir þá, hann var þá rotaður.
Eftir þetta þá komu ranger-arnir og ættluðu að koma þeim fyrir dóm! Með þeim var galdrakallinn og einhverjir 12 bændur. Dvergurinn og álfurinn byrja á því að skjóta bónda og rangerinn minn verður allveg brjálaður og vill bara kveikja í húsinu og það var reynt. Svo eftir langann bardaga voru allir frekar særðir, finnur dvergurinn oil of inpact og akkúrat þá hitti ein örin sem ég skaut bakið á dvergnum og hann missir flöskuna, hún springur, við drepumst!
Skemmtilegt kveld þetta, við vorum að roleplaya kallana vel, en því miður þurfti þetta að enda svona :D Dm-num fannst þetta líka ekki lítið skemmtilegt.