Ástæðan fyrir þessari grein er akkúrat beiðni Tmars um að það vantaði greinar.
En ég hef verið viðloðin Huga í langan tíma. Eiginlega alveg frá byrjun. Var mjög virkur hérna fyrst og síðan hefur maður tekið skorpur á Huga svona af og til.
Hugi er vefur þar sem hugmyndin var sú að fólk gæti skipst á hugmyndum varðandi sín áhugamál. það er allt gott og blessað. En síðan hefur ekki verið uppfærð almennilega síðan hugi byrjaði. Þetta er gamall vefur sem er ekki að nýta möguleikana sem eru í dag.
Þetta hefur verið miðpunktur spunaspilsins á Íslandi og satt að segja þá hefur sá miðpunktur ekki skilað sínu.
Væri ekki sniðugra að hafa síðu þar sem væri hægt að skrá sig á póstlista. Þar sem almennilegur umræðuvefur væri tengdur við síðuna.
Á huga er mikið af fólki að kommenta sem hefur engan áhuga á málinu. Segir ekkert sem hefur uppbyggjandi gildi fyrir umræðuna. það hefur þau áhrif á mig að ég nenni ekki að taka þátt í umræðunni. Þessir bévítans fáv### draga úr manni alla löngun til þess að tala hérna.
Á huga mætti jafnvel vera svona val um hvort einstaklingurinn mætti tala á viðkomandi áhugamáli. Þurfti að sækja um og stjórnandi fengi að velja hvort að hann mætti taka þátt. Jú auðvitað býður það upp á misnotkun en það mundi gera það að verkum að bjánar mundi ekki spjalla á vefum þar sem þeirra er ekki þörf.
En annars eru þetta bara vangaveltur og skrifað í þeim tilgangi að setja inn grein.