3 sögur af drekum hæ, það eru margir búnir að segja frá caracterum sínum svo mér datt í hug að segja smá frá þegar karakterar frá mér hafa hitt dreka:

fyrstur er Kender thie.. ehemm… rouge ;o) hann lenti í smá veseni við galdrakall og var sendur úr dragonlance og inní Forgotten realms.
hann og 2 “vinir” hans: human Necromacer og Elf sem var að traina til að vera winged-fighter (eða hvað það nú heitir… að berjast a griffon) voru á quest fyrir álfinn að finna elven artifact. allavega… Kenderinn sem hét/heitir Tumbler skemmti sér mjög vel alla leiðina að gamla kastalanum.. hinir voru reyndar að verða gráhærðir af vitleysunni í honum, og svo hvarf alltaf smádótið þeirra. Þegar við komum upp að kastalanum sáum við rauðan dreka fljúga yfir hausum okkar, Necromacerinn hvarf (invisibility) og álfurinn stökk bak við stein en Tumbler, eins og kenderum sæmir, varð forvitinn. hann hafði aldrei séð dreka áður svo hann stóð og beið. Drekinn (sem var í raun babydragon) lenti fyrir framan kenderinn og fór að hnusa að honum. Tumbler var voða rólegur og gerði nokkrar tilraunir að klappa drekanum sem reyndar tóks á endanum… eftir að hafa verið sleginn í rot og sleiktur og eftir að hafa dreift öllu gullinu sínu á götuna, gert fimleika listir fyrir drekan, fengið að fljúga í klóm drekans uppá þak kastalans og gefið drekanum allan matinn sinn. þá klappaði hann honum einhverstaðar þar inná milli. þegar drekinn hafði fengið allan matinn missti hann áhuga og flaug í burtu og kenderinn þurfti að klöngrast niður og leita að félögum sínum sem héldu að hann væri dáinn (og necromacerinn var frekar ánægður með það). við fundum artifactinn á endanum.. minnir mig. en ég hef aldrei fengið að leika Kender aftur (I wonder why, hehe).

Annar karakter sem ég á hefur hitt dreka mun oftar, hún hefur líka gert samning við dreka (sem vinir hennar vildu frekar drepa).
Hún heitir Eleyne Lorleth og er elven Mage á 12 leveli. hún er ekkert sérstaklega sterk (str:10/8) og í meðallagi vitur(wis:9) og engin fegurðardrós (char:9) en einstaklega klar (int: 20) og liðug (dex:19). allavega þá er hun búin að vera í sama hópnum ansi lengi (síðan á 9 lev. minnir mig) og er búin að endast lengst á eftir priest einum sem er líka forever-karakter, og jafnlengi fighter/thief álfi sem er núna farinn í frí. við erum 7 í hópnum, 2 skiptast á að vera DM.

einusinni þegar við vorum í svona “ekta” dungeon crawl þá hittum við fyrir blue dragon, hann réðst ekki alveg strax því við stóðum rétt fyrir utan hans herbergi. við spjölluðum aðeins við hann og spurðum hann m.a. útí sverð sem við vorum að leita að. hann bjóst svo við að ráðast á okkur og fighterarnir í hópnum gerðu sig klára, þá kemur mín og semur við drekann um að senda alltaf kýr einusinni á dag til hans í staðin fengjum við að fara frjáls ferða okkar (hún var nefnilega friðarsinnuð). hann samþykkir þetta og vinir mínir hafa gert endalaust grín að þessu í hvert sinn sem við hittum dreka sem var reyndar oft á tímabili því við vorum að reyna að uppræta cult of the dragon ;o)

annað sinn sem við hittum dreka var þegar við vorum að leita að wizard (sem átti að vera löngu dauður) til að aflétta bölvun sem hvíldi á dverg í hópnum. við komum inní helli þar sem átti að vera final restingplace of (man ekki hvað hann heitir) the great og þar beið okkar skrítin sjón: draugur wizardsins og blár dreki (sem við komust síðar að að átti að vera að gæta fjársjóðsins) voru að rífast yfir taflborði. rifrildið var um hvernig riddarri færðist. við gengum inn og drekinn vildi strax borða okkur öll, við náðum að fá því frestað og bárum framm erindi okkar, wizardinn sagðist geta hjálpað okkur but for a prize. þá hófust mishepnaðar samningaviðræður, það var ekkert sem við gátum boðið draugsa… nema! allt í einu fattar mín að bjóða honum kennslu í skák og hann samþykkir.. þá fíkur þakið af hellinum (ekki bókstaflega samt) þegar presturinn í hópnum, sá elsti og vitrasti (eða réttara sagt sú elsta) öskrar á mig hvort ég kunni skák… það geri ég hinsvegar ekki og enginn í hópnum. við vorum 2 daga á leið í hellinn og enginn mannabústaður í amk. dags leið. Drekanum er farið að leiðast og segir að ef ekki verði fundin lausn innan klukkutíma éti hann okkur öll, hvað svo sem draugurinn segi! þá fara allir í panic og lesa yfir hausamótunum á minni og svo ofaní hvern annan. Elayne verður þreytt á að reyna sannfæra hina um að allt sé under control og hverfur (notar Teleport til höfuðborgarinnar). hún fer í bókasafnið, segir umsjónarmanni safnsins alla söguna (hann bókstaflega grenjar úr hlátri) og hann reddar henni byrjenda bók í skák. hún notar síðan teleport galdur aftur til baka í hellinn en þar er all að verða brjálað, vinir hennar alls ekki ánægðir ;o) en það bjargaðist á endanum, draugurinn fékk bókina og við lærðum öll skák sem vildum (og gátum). svo fékk dvergurinn líka lausn synda sinna, so to speak.

Jæks! ég er búin að skrifa alltof langt, og er ekki hálfnuð!

allavega, annar dreki sem reyndar lifði ekki af encounterið en það tók marga spilatíma að finna hann. Sami hópur, sama persóna ;o)
Inferno var reddragonMage, MJÖG gamall. hann réð yfir helling af öðrum drekum og við vorum farin að fara virkilega í taugarnar á honum, afþví við vorum að reyna að uppræta cult of the dragon og svo Inferno. allavega, við vorum búin að stefna a einvígi við hann lengi, við vorum búin að kynnast silverdragon sem hét/heitir Frosta og hann og kona hans ætluðu að hjálpa okkur. við spilum í forgotten realms og vorum því fyrstu þekktu DragonRiders ;o) amk. 2 úr hópnum voru það. Við fórum á engi fyrir utan helli Inferno. Til að eiga séns í Inferno þurftum við einhvernvegin að eyðileggja magical energy á svæðinu og það gerði Eleyne með því að nota sverð sem heitir MageBane og eyðileggja Mythrallar. Þá myndaðist fjólublár hvirfilbylur og lætin í þessu vakti Inferno og hann sveif á móti okkur. við drifum okkur 4 á bak silfurdrekunum (2 á hvorn) og presturinn byrjaði að fara með bænir, dvergurinn tók inn galdrasafa og flaug uppí loftið tilbúinn til atlögu.. þetta var stór bardagi og við misstum einn mann en drápum drekann… ég held ég ætli að segja meira frá honum síðar..
Þessi hópur sem Eleyne er í er algjör snilld og hann er alltaf að lenda í löngum questum sem verða oft frekar persónuleg

oh weel… segi kannski frá fleiru seinna ;o)

IceQueen