Enn og aftur er byrjuð umræðan um spilamót. Ég eins og alltaf er hlynntur því en ég er farinn að efast meira og meira um að Nexus séu til í að halda mót. Mín tillaga verður því að við leggjum meiri þrýsting á Nexus fyrir spilamóti og ef það gengur ekki að halda spilamót sjálfir eða með hjálp Huga. Undirskriftarlist væri fyrsta skrefið í áttina að Nexus móti og ég ætla að skrifa undir alla slíka lista sjálfur og vona að aðrir fylgi því dæmi.
Aðalvandamálið við spilamót í gegnum Nexus er það að þeir í Nexus eru sannfærðir að þeir myndu stórtapa á því að halda mót og við verðum að sanna fyrir þeim að það sé einhver gróðarvon í þessu. Hvort sem Nexus mundi halda mót eður ei þá væri samt hægt að fá Huga í þetta, að minnsta kosti held ég það. Ef annaðhvort gengur þá verður dúndurgaman og við fjölmennum staðinn.

Síðan er pæling hjá mér en það er kannski bara rugl en það væri geðveikt ef það væri haldið LIVE roleplay mót eins og hefur verið gert frekar oft bæði í öðrum norðurlöndum og annars staðar í Evrópu svo ekki sé minnst á Bandaríkin. Ég veit ekki hvort það sé áhugi fyrir einhverju svoleiðis hérna en ég held að það væri bara drullugaman.

Twisted

p.s ég vil þakka eineygða hamstrinum fyrir
innblástur og stuðning í gegnum þessa
síðustu daga.
“I'm not young enough to know everything”