Skyndilega laust niður í huga mér soldið weird hugmynd fyrir campaign, og ég er því að flýta mér að skrifa þetta niður áður en ég gleymi því.
Þessi heimur er frekar undarlegur staður. Aðalástæðan fyrir því er stórfellt catastrophe sem væri kannski hægt að líkja við svona colossal wild surge. Áhrifin voru mörg. Til að byrja með þurrkuðust allir guðirnir út nema þrír. Þeir voru Slumberus,guð hvíldarinnar, Hangoverus, guð timburmanna (hei, ef það er til áfengisguð hlýtur að vera til timburmannaguð) og Bob, guð samlokugerðarmanna (Guðafæðan var orðin hálf leiðingjörn,og þetta virtist vera einfaldasta lausnin). Þar af leiðandi eru allir clericar ýmist latir, eilíflega timbraðir (en aldrei fullir) eða compulsive samlokugerðarmenn.
Hin ýmsu kvikindi sem heiminn byggðu urðu líka fyrir áhrifum. Flest grunnracein, eins og humans og elves, sluppu að mestu leiti óbreytt, en ómennsku verurnar urðu verr úti.
Drekarnir eru sennilega þeir sem verst urðu úti. Hugsanaháttur þeirra breyttist verulega. Þeir eru ennþá gráðugir fjársjóðssafnarar sem lítið hugsa um annað en að stækka hraukinn, en þeir fóru að fara nýjar leiðir til þess: Fyrirtækjarekstur!
(Lögmannstofurnar þeirra eru mjög vinsælar. Pælið í að mæta í réttarsalinn með Great Red Wyrm sem verjanda…..)
Svona sirkabát öld er liðin síðan wild surgeið reið yfir, og flestir eru búnir að aðlagast breyttum aðstæðum. Það þykir ekkert skrýtið lengur þótt að dreki sjáist úti á markaðstorgi að kaupa síld. Þetta gefur óneitanlega áhugaverða möguleika fyrir ævintýri…
Þetta er svona grunnhugmyndin. Ef þið viljið heyra meira endilega látið mig vita.