Þetta er mjög góð hugmynd myndi ég segja, ég fór á spilamótin í denn í bridgehúsinu og þau voru tær snilld. Það var keppt í Ad&d sem var reyndar soldið skrýtið og svo voru alveg snilldarlega uppsett herbergi með werewolf, wampire og ravenloft setting í botni. Við erum að tala um rigning og myrkur og meinlegir skuggar.(Rigninginn var reyndar bara úti :))
Svo voru Magic spilararnir(líkaði ekkert vel við þá fyrr en ég byrjaði sjálfur að spila) og warhammer spilararnir frammi í sal þar sem var meiri birta. Man eftir hvað mig langaði til að eiga svona flotta warhammer kalla (smá nostalgía) en svo þegar ég eignaðist svoleiðis fannst mér ekkert spes að spila það og hundleiðinlegt að mála þessi litlu kvikyndi :)
Þetta voru algjör snilldar mót og þarna gat maður keypt drykk satana (kók) og nammi á uppsprengdu verði og öllum var sama.
Mig rámar meira að segja í eitt lítið herbergi þar sem einhverjar sci-fi videomyndir voru keyrðar 24-7.
Ég er kannski orðinn of gamall fyrir þetta núna en ef að það á að koma með undirskrifta lista þá er ég fyrstur til að skrifa mig á hann.
“If it starts I can race it”