Jæja, mig langar til að fjalla aðeins um þetta ævintýri sem kom út hjá WoTC fyrir nokkrum árum. Þau ykkar sem enn eruð ung og hálfpartinn byrjendur (í mínum augum amk.) hafið eflaust ekki spilað The Temple of Elemental Evil, sem er gamalt Grayhawk ævintýri. Það ar mjög vinsælt á sínum tíma og varð í raun strax að cult thing innan D&D geirans (öðlaðist kannski svipaðan sess meðal margra spilara og Castle Ravenloft, Tomb of Horrors og fleiri svipuð ævintýri).
Ég hef lúmsk gaman að því þegar þessi gömlu ævintýri öðlast nýja lífdaga, t.d. þegar the House of Strahd kom út sem var endurgerð á Castle Ravenloft. Þar af leiðir leið ekki á löngu frá því að Return to the Temple of Elemental Evil (RToEE) kom út þar til ég hafði komið höndum mínum yfir það.
En ég varð fyrir skelfilegum vonbrigðum. Nú, eftir því sem ég hef orðið eldri og reyndari því meira hallast ég að roleplayi umfram rollplay. Kannski blindar nostalgían mig en það er sem mig minni að ToEE hafi verið ekki alveg jafn mikið Hack ‘n Slash og RToEE.
Sem DM þarftu að toga persónurnar áfram, því afar litlar upplýsingar eru þeim gefnar til að byggja ferð sína á. Tækifæri til að roleplaya eru afar fá, sérstaklega eftir að persónurnar eru komnar í The great temple. Þar tekur við hvert herbergið á fætur öðru þar sem persónurnar þurfa að berjast við dýr og skrímsli af öllum toga. Ég meira að segja skil ekki hvernig þeir vilja rökstyðja veru sumra þeirra í templeinu en það er aukaatriði.
Það er sem er gott við ævintýrið er nokkuð greinargóð lýsing á Hommlet, Moathouse og gamla temple’inu. Einnig fylgir nokkuð flottur kortabæklingur með, sem hægt er að nota í eitthvað allt annað.
Ævintýrið í heild sinni er alger vonbrigði.