Hvað skal segja um kappann þann.
stóra, sterka, stælta…
Sem berst eins og bersi, berserkur sá
Er hamagangur rennur hann á…
-Brushgatherer- (vill taka fram að undirritaður er álíka gott skáld og meðal hraunhnullungur…
Já, það má segja að vinur Holgs, “Brush” hafi lýst garpi þesum ansi vel í þessari limru sinni. Því að þarna kemur flest fram um Holg, hann er ósmár (u.þ.b. 2 metrar) rammelfdur að afli og ansi hraustur. En einhverju gleymdu guðirnir er þeir sköpuðu hann, því heilabúinnu gleymdu þeir. Hann er eins og ~5 ára barn að vitsmunum. Ef ekki væri fyrir tryggan vin hans og félaga Brushgatherer, ævintýramann og skáld með meiru. Þá væri kappinn okkar víst löngu týndur í þessum stóra heimi. Hetjan okkar er drungaleg á að líta, 150 kíló af vöðvum og beinum. Hann ber þó hjarta úr skýra, 25 karata gulli, í því bærist ekkert illt, líklega því hann einfaldlega skilur það ekki. En ætli það sé ekki best að byrja á byrjunnuni…
Sagan okkar hefst í litlum orka ættbálki langt í-guð-má-vita-hvar-landi, lítill(en ekki svo lítill) strákpjakkur er á ferð útí skógi að veiða eitthvað smávægilegt í matinn, svo sem villinaut eða villisvín.
Sá pjakkur heitir Holg. Er hann læðist eins og meðalstór nashyrningur um skóginn, þá verður hann fyrir því óheppilega slysi að verða fyrir fallandi tré. En annar miður gáfaður orki varð valdur af því slysi er hann var að ná uppáhalds kasthamrinum sínum, sem hann lagði þar frá sér í ógáti. Greindarvísitala hans tók snöggann og varanlegan kipp niður, við þetta leiðinda óhapp, til gamans má nefna að hún er u.þ.b. 60, meðalmaðurinn er með svona 100-110.
En auk þess að fá ljóta kúlu á hausinn þá skaðaði þetta hann ekkert nema jú hann lá í roti í viku. En aumingja drengurinn átti ákaflega erfiða æsku, faðir hans sem var algjört slöðurmenni og hafði þó nokkra galla í fari sínu, þ.á.m. ofbeldisfíkn, drykkfeldni, andremmu með meiru, inngróna tánögl, gríðarlegan vitsmunaskort , sviksemi og níðingshátt. Hann var m.ö.o afskaplega ófullkominn. Ein af konum þessa manns var kona að nafni Emilia, hún varð fyrir þeirri bannsettu vanblessun að verða talin heppilegt kvonfang handa Brulg(pabba Holgs). Hún var því færð nauðug til hans og þau gift að orka sið(sú athöfn inniheldur mikið af hávaða og drykkjuskap, skal þó nefna að brúðurinn hefur alls ekkert val um hvort hún vilji eða vilji ekki eiga brúðgummann). Eins og gefur að skilja var hjónabandið heldur ólukkulegt fyrir greyjið hana Emiliu, hún dó skömmu eftir að Holg varð fyrir höfuðmeislunum. Talið er að dánarorsökin hafi verið hamagangur í eiginmanninum. Ykkur er kannski farið að gruna að Holg hafi átt við erfitt fjölskildu líf að etja. Bræður hans, voru jafnvel stærri en hann, enda voru þeir “hreinir” orkar.
En Holg litli var sterkari en þeir er hann var 3 ára og vann pabba sinn í glímu þegar hann var 6 ára. En við skulum nú hlaupa yfir óáhugaverðan hluta bernskunnar, 6-12 ára. En á tólfta ári fékk Holg nú loks leið á föður sínum, hann tók öxi pabba síns og veitti honum barsmíðar sem hann hafði aldrei kinnst á stuttri og ofbeldisfullri æfi sinni. Ástæðan fyrir því að svona fauk í snáðan, var að pabbi hans át gælu-villigöltin hans. Sagði hann þar með endanlega skilið við fjölskylduna sína… Hetjan okkar flutti sig hreppaflutningum út í skóg, langt frá ættbálknum sínum, hann komst af með hreinu vöðvafli og dýrslegri eðlisávísun. Hann ber 75% af örum sínum eftir þennan sársaukafulla tímabil. Ekkert sérstaklega markvert gerist, fyrr en hann er 14 vetra, þá er hann á bjarnarveiðum, til að ná sér í heppilegan vetrarklæðnað. Aðferð hans til að veiða bjarndýr var og er einföld, finna eitt stykki, hlaupa það uppi ef það flýr og hjakka á því með stóröxinni sinni þangað til það hættir að hreyfast. En hvað um það, eftir að hafa þrammað um skóginn í dágóða stund, heyrir hann skrítinn hljóð í fjarska, hann skokkar á staðinn og við honum blasir(í hans augum) skrítin sjón, pínulítill trítill, er að spila á hörpu fyir fullvaxið bjarndýr. Honum finnst tónlistin vera svo falleg og himnesk að hann féll í hálfgerða vímu(og gerir enn). Hann ákveður að hann verði að passa litla kútinn þangað til hann verði stór. Þar sem stúfurinn var stuttlungur, þá eru nú litlar lýkur á því að hann auki stærð sína að einhverju leyti nema á þverveginn. En eins og ykkur er kannske farið að renna í grun, þá er stuttlungurinn umtalaður Brushgatherer. En Holg og Brush kynntust þarna og hafa verið bestu vinir æ síðan. En að svo loknu máli ætla ég að stikla á stóru í lífi Holgs… 0. ára: Fæddist
3. ára: Danglaði stóra bróður sinn í rot
6. ára: Vann pabba sinn í sjómann
7. ára: Varð fyrir talsverðum heilaskemmdum (sjá texta)
12. ára: Kom föður sínum fyrir kattarnef, yfirgaf ættbálkinn og flutti út í skóg
14. ára: Hitti Brush. Lenti í fyrstu ævintýrunum sínum, í flokki með Brush og munks sem ég bara man ekki hvað hét. Þau ævintýr voru háð undir Candlekeep. Heigja ýmsar skærur í Western Heartlands, lena í fyrstu alvarlega hættunum í Durlags Tower.(fyrsta og síðasta sinn sem farið var að ráðum Holgs í bardaga: “20 orkar, við snýtum þeim!”) Eftir það héldu garparnir norður, Þeir enduðu í Icewind Dale þarsem Holg fékk að komast í kynni við hina ódauðu.
15 ára: Frömdu mikil ævintýr, hér og þar um heiminn
16: Fóru til Waterdeep, Holg var grýttur, hann grýtti múginn á móti og var því settur í grjótið, í kjölfarið á því missti hann eiginlega alla heyrn í vanhugsaðri flóttaáætlun sem innihélt mikið af sprengiefni. Deyr í bardaga við tvo fullvaxna græna dreka. Halda til Chondath til að hjálpa frænku Brush. Munkurinn deyr á leiðinni þangað. Þar fær Holg ímugust á galdramönnum.
17. ára: Holg og Brush halda suður, til Vilhon Reach til að gera góða hluti. Þeir drepa þar svartan dreka og hitta dverg, Rurik að nafni, slæst hann í för með þeim. Þeir bjarga bæ frá ógnarstjórn Bane, þá komu aðrir ógnstjórnendur og taka hann undir sig. Holg deyr er hann berst einsamall við tvö stór (jarðar)frumefni. Holg og Brush ganga í Harpers.
17+ Campaignið er enn í gangi og hefur Holg áskotnast nashyrningur og fyrsta galdrabrynjan.. (hann var áður í sama studded leather og hann var í 1sta “leveli”
Við spilum circa 2-3svar á ári
Fyrir ykkur hugleikjasérfræðinga þá eru “statsarnir” hans Holg's svona:
Half-orc Barbarian lvl 15 Neutral Good Abilties: STR=22 Con=16 Dex=14 Int=6 WIS=11 CHA=9