Hver eru hörmulegustu dauðdagar í spunaspili sem þið hafið orðið vitni að? Ég er hér með litla sögu um paladin sem dó. Tvisvar. Og aldrei í bardaga.
Dauðdagi 1: Téður paladin, ásamt restinni af hópnum höfðu verið handsamaðir af orkaklani. Leiðtoginn, óvenju klár af orka að vera, bjóst til að yfirheyra PCana, sem voru einungis klæddir nærfötum og héngu upp á vegg, fastir á höndunum.
Orkahöfðinginn tók það skýrt fram að hann myndi drepa þann sem reyndi að ljúga að honum. Og hófst nú yfirheyrslan.
ORC: hví eruð þið hér.
PALADIN: ööö, þú veist það vel!
ORC: (ákveður að setja upp smá gildru)núúú, svo þið komuð til að finna galdrahálsklútinn?
PALADIN: uhhh…já!
Sjíng….ppprrllll…..sjúbb (hljóðið sem heyrist þegar sverð er dregið úr slíðrum og notað til að reka einhvern í gegn.)
Dauðdagi tvö. Paladinninn hafði verið raisaður fyrir skömmu og Partyið var að þvælast ofan í einhverju ræsi (þeir voru að eltast við varrottu, minnir mig) og þeir komu inn í herbergi þar sem skólpið safnast saman í svona stóra, djúpa laug.
Nema hvað, Paladinninn dettur út í, kann ekki að synda, er í full plate mail, sekkur til botns og drukknar í skólpinu :)
Kann einhver fleiri svona sögur?