í fyrsta lagi - hentu þessu divine rank rugli og notaðu common sense í staðinn. Guðir þurfa ekki ranks og statta.
Til að fá meira influence þurfa guðir að hafa meira af dýrkendum og þá sérstaklega kröftugum og áhrifamiklum dýrkendum. Í fantasy almennt og í Realms sérstaklega er löng saga fyrir því að guðir erfi eða steli domains of influence frá öðrum guðum. Sbr. það að Shar þóttist í langan tíma einnig vera Sharess. Cyric erfði assassin domainið frá Bhaal með því að drepa hann (ef ég man rétt). Jhergal lét Bane, Bhaal og Myrkul spila teningakast upp á powerin sín og hélt eftir smá fyrir sjálfan sig þegar þeir komu til að drepa hann.
Ein besta leiðin fyrir guð að ná yfirhöndinni er því að stjórna fleira fólki, jafnvel þó það fólk hafi ekki hugmynd um að þeirra upprunalegi guð sé dauður eða hafi verið fjarlægður á annan máta.
Einnig eru greater guðir oftast með lesser guði sem þjóna, og Bane er engin undantekning. Ef ég man rétt er hann frekar nýkominn aftur í Realms sögunni en það ætti ekki að skipta hann miklu máli. Hann gæti t.d. kálað Talos, hirt portfolioið hans og skipað Auril, Talona og Umberlee að fylgja sér í stað Talos.
Cyric, verandi undirförull bastarður, gæti haldið áfram að stelast í domaina annarra neutral guða eins og hann (kannski) gerði með domain Lleira - en með hana getur maður aldrei verið viss, hún gæti verið dauð, hún gæti líka verið að þykjast vera Cyric að vera hún.
Þar sem góðu guðirnir myndu ekki drepa aðra góða guði og myndu aldrei taka að sér ill domain þá eru þeirra möguleikar á að safna undir sig valdi mun minni.
Illu guðirnir þurfa þá bara að passa sig á því að vera stungnir í bakið af einhverjum underling (eða hóp af slíkum) og líka að gera sig ekki of breiða of fljótlega svo þeir vekji ekki athygli hjá góðu guðunum.
Þeir gætu líka hægt og rólega plokkað út alla litlu góðu og neutral guðina án þess að auglýsa það og yfirtekið störfin þeirra og jafnvel nýtt þá gegn öðrum góðum guðum.
Það eina sem illur guð sem væri með þessar pælingar þyrfti verulega að passa sig á er triadinn, Ilmater, Tyr og Torm, með Lathander sem ally. Þeir eru saman öflugasta góða powerið í Realms.
Annað sem þú þarft svo að hafa í huga eru non-human guðirnir. Hvað myndu t.d. álfaguðirnir halda ef allt í einu væri farið að hakka niður góðu mennsku guðina? Þeir myndu annað hvort blanda sér í málið eða drífa sig bara burt úr Realms með allt sitt fólk. Dvergaguðirnir - þeir myndi alveg örugglega skipta sér af. Gnomes & halflings - æ hverjum er svo sem ekki sama hvað þeir gera.
Besta leiðin til að halda þessum öflum utan við væri fyrir Bane (Cyric gæti það aldrei - er allt allt of klikk) að fá goblinoid guðina til að vinna fyrir sig.
Það er sem sagt margt sem þarf að pæla en þú þarf nú líka að hafa í huga að þetta er þitt spil - ef einhver spilari segir að þetta sé ekki hægt, þá þarftu bara að segja honum að þetta sé fantasy heimur og allt sé hægt í fantasy!
Þar fyrir utan að ef ég nennti því gæti ég komið með ágætis rationale fyrir því hvernig hnignun dýrkunar á góðu guðun átti sér stað og færðist yfir til neutral og illra guða, og meira að segja hvernig illu guðirnir náðu svo að lokum yfirhöndinni - en ég nenni ekki að skrifa það :)
Rúnar M.