MAður hefur spilað SVO mikið af skemmtilegum karakterum um ævina, en ætli tveir karakterar standi ekki upp úr:
Viðar Andrason Priest of Erik (þ.a.l. Druid) 11. leveli(eða kannski 10.) spilaður frá 0. Of gaman. Síðan varð hann bara skemmtilegri með tilkomu D&D 3rd ed. Rjurik maður(fyrir ykkur sem ekki vita þá er það svæði í Birthright). Fína statta, mest í Wis, Con og Cha heldur minns. Hann er ennþá í spilun, þ.e.a.s. ef að h******s stjórnandinn gæti farið að drullast til að koma honum upp á yfirborð jarðar aftur, búinn að vera fastur á dvergum í u.þ.b. ár vegna þess að þeir geta eki bjargað sér sjálfir frá einu standard „great evil threatening the nation“, en jæja, þetta reddast, ég veit nebblega hvar hann býr.
Svo var líka gull af character sem ég spilaði í BTS (beyond the supernatural/palladium), Jean Ventraux, sniper ógeð með persónuleg vandamál sem neyðist til að vinna fyrir breska herinn í að lemja á IRA, og svo svíkja breska herinn fyrir PROVOS-arm IRA og svo svíkja PROVOS-arminn fyrir einhvern annan, ekki af því að hann er vond manneskja heldur vegna þess að allir, sama hverjir þeir eru, eru fökkt á einhvern hátt eða annann.
Gzur hefur látið móðan mása
Uppáhalds kallinn minn var odrog Nameerf. Hann var 7 Lvl, CN, Prestur sem allir elskuðu. Hann drakk mikið og talaði við stökkbreittu hænuna sína Doo-Doo sem að hann keipti á fimm Sp í borginni Baldursville. Stöttsin hanns voru: Str:14, Dex:11, Con:13, int:15, wis:17, car:13
Ég var líka með geggjað mikið af nettu rusli td. ákvað Dmasterinn að gefa mér tvær óskir í afmælisgjöf, ég varð hinnsvegar að gefa öllu liðinu aðra óskina (Þeir óskuðu sér Bag Of Holding fulla af gulli sem að við töpuðum stuttu seinna, löng saga) enn ég ákvað að biðja um bestu brynju sem hægt væri að hugsa sér. Því miður orðaði ég óskina svona: “I wish for the best plate you could imagine.” Ég fattaði strax mistökin. Ég sagði aðeins plate en ekki plate-MAIL í staðin fékk ég gullinn matarplatta… Fúllt
0