Ég er hér að endursetja character úr hinni keppninni, þarsem engin niðurstaða fékkst þaðan.
Þetta er semsagt D&D 3.5, spilað í góðri pakka-sögu sem heitir “City of the Spider Queen” og gerist í Forgotten Realms.
Smá tölfræði upplýsingar fyrst.
Kassandra Soelgard
LE Human female, Rogue7/Assassin7.
str.14 dex.16 con.14 int.20 wis.9 cha.17
Feat: Quick draw, Combat Expertise, Improved Feint, Iron Will, Two Weapon Fighting og Weapon Finesse
Síðan ég póstaði á hinum þræðinum hefur útbúnaðurinn aðeins breyst. Nú notar hún tvo +1 Corrosive Daggers, og klæðist +1 Studded Leather sem gefur +5 í Hide og Move silently. Að berjast neðanjarðar getur verið vesin, svo hún var heppin að finna goggles of darkvision til sölu í bænum áður en haldið var niður í annað sinn og svo hefur hún auðvitað Ring of Mind shielding, sem og segir í textanum.
Helstu skills eru bluff tengdar, en einnig ágætlega mikið í search, disable og open lock og reyndar heilum helling af skills (sjá int:20)
Sagan sjálf gengur út á það að hún ólst upp í miklu harðræði, mamma hennar var vændiskona, og hún þekkti ekki aldrei föður sinn, þó að mamma hennar hafi sagt henni að hann hafi verið adventurer sem hafi eytt með henni nótt þegar hann stoppaði í bænum.
Þegar mamma hennar deyr svo úr sjaldgæfum sjúkdómi sem hún fékk af viðskiptavini sem var nýbúinn að ræna grafhýsi, þurfti hún að sjá um sig sjálf á götunum. Það var erfitt líf, en hún sór þess eið að leggjast aldrei svo lágt að stunda vinnu móður sinnar. Þegar hún drap svo einn daginn ungan aðalsmann sem reyndi að neyða hana til að brjóta þann eið var hún handtekin, en var bjargað á elleftu stundu af fyrrum ferðafélaga föður hennar, sem var hátt settur paladin. En mamma hennar hafði sent boð eftir pabbanum þegar hún sá fram á að hún væri að deyja, en þarsem hann var látinn fór vinur hans í hans stað.
Þessi paladin tók stelpuna að sér, og þó hann sæi að hún hefði mikinn biturleika og vonsku í sér, einsetti hann sér að leiðrétta þessi stærstu mistök vinar síns.
Þau bjuggu svo saman í nokkur ár og hann var á góðri leið með að rétta hana af, þegar hann var kallaður í mikilvægt verkefni, fyrir kirkju Tyr. Hann komst að því að margir af helst fyrirmönnum borgarinnar Waterdeep áttu þátt í stóru þrælasölu veldi, og ýmsu þaðan af verra. Áður en honum gafst tími til að vara rétt yfirvöld við var hann tekinn af lífi. Stuttu síðar brutust útsendarar inn á heimili hans, og Kassandra slapp naumlega á lífi.
Hún eyddi næstu mánuðum í að komast að því hver bæri ábyrgð á því að eini maðurinn sem hefði sýnt henni góðvild væri dáinn. Það varð henni til happs að nýstofnað Assassins guild í bænum vissi hver hafði gert þetta, og gátu komið henni til hjálpar, í staðinn þurfti hún aðeins að sjá um nokkur verkefni fyrir þá.
Guildið kom henni fyrir í þjónustustarfi hjá aðalmanninum, og hún vann þar og beið færis, þartil hann hélt stóra veislu. En þá eitraði hún matinn og drap alla veislugesti, en þarámeðal langflesta sem að glæpahringnum komu, en einnig heilan helling af saklausu fólki.
Eftir þetta tók hún að sér ýmis verkefni fyrir guildið, en einungis þegar hún var sannfærð um að viðkomandi ætti það skilið, og henni dettur ekki í hug að ráðast á einhvern sem er augljóslega góður. Þrátt fyrir alignmentið LE, þá sér hún sig sem góða, og telur sig vera nokkurs konar refsiengil. Þess vegna keypti hún sér ring of mind shielding, eftir að klerkar og fleiri fóru að horfa grunsemdaraugum á hana og neita henni um þjónustu (hún lifir semsagt soldið í eigin heimi sjá wis:9)
Þegar assassin guildið heimtaði að hún dræpi mann sem var að rannsaka glæpi borgarinnar ofan í kjölinn og koma upp um spillta löggæslu áttaði hún sig á því að hún var í slæmum félagsskap, varaði rannaskandan við og stakk af. Nú er hún á flótta undan Assassins guild, og gekk til liðs við lítinn hóp á æskuslóðum hennar, undir því yfirskini að hún sé sérfræðingur í innbrotum úr borginni sem langar að læra á óbyggðirnar.