Ég er að spá í að fara að taka upp gamla DM-hattinn og þá rifjaðist upp allt chaosið sem var á borðinu hjá manni þegar maður var að DM-a. Það var allt útí blöðum, teningum, kortum og allskyns minnismiðum og rusli. Ég fór því að spá hvort það væri ekki hægt að minnka chaosið aðeins með því að nota laptop. Þar væri hægt að geyma upplýsingar um PCs, NPCs, maps, treasures, XPs og fleira og fleira. Það er líka til slatti að hugbúnaði til að létta DM-um lífið, t.d. kastforrit, forrit sem búa til fjársjóði, random encounters o.fl.
Hafa einhverjir reynt að nota laptop með þessu hætti?