Með MAXUX kerfinu er verið að reyna að gera gerð karatersins meira líka raunveruleikanum þ.e.a.s. að hver karater hafi ákveðna grunn getu (STR, DEX, CON, INT, WIS og CAR) sem að spilarinn getur síðan leikið sér með, alveg eins og sumir einstaklingar hafa aðra getu en aðrir. Með þessu er veið að setja spilaranum smá afmarka sem að hann þarf að spila með til þess að reyna að fá út það sem að hann vill.
Í flestum venjulegum kast kerfum eru tölurnar hannaðar í kringum karaterinn. Dæmi þú færð tölurnar 18-17-15-14-12-10 þá getur þú raðað tölunum upp eins og þú vilt til þess að fá út það sem að þú vilt, þannig að viljir þú að spila Wisard þá raðar þú upp tölunum þannig að þú sért með 18 í INT 17 í DEX o.s.frv.., en viljir þú spila Faiter þá hefur þá 18 í STR og 17 í CON o.s.frv.., jafnvel færð að færa til stig svo að þú getir verð með hærra í einu á kostað annars sem er minna mikilvægt fyrir viðkomandi tegund af karater.
En í MAXUX þá byrja allir með 6 í öllu (STX, DEX o.s.frv..) vegna þess að við fæðumst öll eins og erum öll eins í byrjun. Síðan er kastað D6 teningi 6 sinnum til að fá næstu tölur. Þessar tölur raðast niður í sömu röð og þeim er kastað sú fyrsta fer í STR sú önnur í DEX o.s.frv.. Þessar tölur bætast svo við 6urnar sem að sem eru fyrir, dæmi STR 3+6=9 DEX 6+6=12 o.s.frv.. Nú segjum sem svo að útkoman verði STR=9, DEX=12, CON=10, INT=11, WIS=7 og CAR=8. Ástæðan fyrir því að þessar tölur raðast niður eins og þeim er kastað er sú að öll höfum við og fáum misjafna hæfileika, sumir eru sterkir aðrir gáfaðir, sumir eru góðir í íþróttum að aðrir góðir í stærðfræði o.s.frv.. Með þessu er verið að reyna að fá spilara til þess að hanna karaterinn eftir tölunum en ekki öfugt. Jæja snúum okkur aftur að tölunum sem að við vorum með. Nú á þessum tímapunkti ákveður spilarinn hvaða tegund af karater hann ætlar að spila (Wisard, Thife o.s.frv..) Þetta er gert núna vegna þess að í venjulegu lífi ákveður þú fyrst hvað þú ætlar að veða og æfum það svo, til þess að verða betri í því. Nú ef að við skoðum tölurnar sem að við vorum með þá sjáum við að við erum með 7 í WIS þannig að við gætum aldrei fengið meira en 13 í WIS þannig að það að spila Cleric er úr myndinni, nú ef að þú sættir þig við það að spila Faiter með mest 15 í STR þá er það ok. En okkar best tölur eru í DEX og INT þannig að Thife eða Wisard væri gáfulegast seigum sem svo að við veljum að spila Thife. Síðan er D6 kastað aftur og segjum sem svo að við fáum 5-2-6-4-3-1 þá getum við raðað þeim tölum eins og við viljum, nú við erum að spila Thife þannig að við mundum sennilega raða þessu niður svona. STR=13, DEX=18, CON=15 INT=14 WIS=8 CAR=10. Ástæðan fyrir því að við megum velja hvar við setjum þessar tölur er sú að þegar að við eru búinn að ákveða hvað við viljum verða þá förum við að æfa það sem þarf til þess að verða betri í fæginu. Nú svo er það rúsínan í pilsuendanum en það er einn D6 sem að er kastað og það sem kemur upp á honum því má dreifa á það sem að við viljum, þetta er gert vegna þess að með meiri æfingu og fókus á einn hlut verður þú betri (og auðvitað líka gert til þess að bæta spilaranum það upp að þurfa að taka þær tölur sem að upp koma hversu lélegar sem að þær eru). Nú segjum sem svo að upp komi 4 þá vilt þú kannski bæta við 1 í CON til þess að vera með 16 (og þar með +2 í hp) og bæta við 3 í STR til að fá 16 (og þar með +1 í skaða). Þannig að lokatölur eru STR=16, DEX=18, CON=16 INT=14 WIS=8 CAR=10.
Endilega reynið þetta kastkerfi og latið síðan skoðun ikkar í ljós.
Góða skemmtun
Stafsetningarvillur eru í boði hússins.