Jæja, þá er kominn tími til að fylgja eftir fyrri greininni minni með smá alvöru upplýsingum í staðinn fyrir eintóma orðróma og pælingar út frá þessum sýnishornum sem voru þá á netinu.

N.b. það er komið FAQ fyrir 4th ed á vefinn hjá SJG en það er afskaplega þurrt og segir manni ekki neitt um kerfið sjálft.

GURPS:Lite 4th ed kemur með GM screen í sept en gæti komi á netið í maí/júní - a.m.k. er SJG búið að láta það frá sér á netinu að þeir hafi hug á því að nota GURPS:Lite til að vekja áhuga fólks á 4th ed.

Og svo er það game material:

Character punktar:
100 punkta characterinn er dauður!!
Það eru engin default punktalevel lengur í GURPS, þ.e.a.s. enginn 100pt fantasy character, enginn 600pt supers character, og heldur ekkert default limit á fjölda og kostnaði ads og disads - kerfið mun miða við að þú getir spilað það á hvaða punktaleveli sem er og það verða einhvers konar guidelines um viðeigandi punktatotal eftir því hvernig campaign er verið að spila.
Kannski svolítið tilgangslaust fyrir þá okkar sem eru búnir að vera að spila GURPS lengi en mjög gott fyrir t.d. byrjendur.

Stats:
Allir stattar kosta nú það sama á öllum levelum, þ.a. HT hækkar ekki lengur sem 10/20/30/45/60/80 o.s.frv. heldur 10/20/30/40 o.s.frv.

HT og ST kosta 10/level, IQ og DX 20/level.

Will og Perception eru nú sub-stattar sem kosta 5/level. Þeir byggja reyndar báðir ennþá á IQ, þ.a. ef character er með IQ 12 þá byrjar hann með Will og Perception 12 (n.b. þetta er margir óánægðir með og vilja hafa Will og Per með base 10).
Þetta kemur m.a. inn í race templatein og eru álfar t.d. ekki lengur með IQ+1 heldur Per+1.

Með því jafna kostnaðinn á öllum levelum eru þeir búnir að fjarlægja þetta point-break sem fólk fékk fyrir að spila t.d. álf eða dverg. Race pakkarnir eru þó ennþá með stat mods en þeir græða bara ekkert á þeim. T.d. eru álfar með HT+1 í 4th ed en það kostar þá það sama og venjulegur human sem hækkar HT um 1. Þetta setur í raun bara default level á stattinn og svo má hækka og lækka að vild.

Hit Points byggjast nú á ST en ekki HT. Fatigue er svo ákkúrat öfugt, byggir nú á HT en ekki ST.

Skills:
Kostnaður við að kaupa upp skills byggir ekki lengur á því hvort um er að ræða physical eða mental skill. Allir skillar kosta það sama hvort eð er þeir eru byggðir á DX, IQ, HT, Will eða Per. Kostnaðurinn verður 1/2/4/8/12/16 o.s.frv.
Svo fær maður auðvitað misháa levela fyrir þetta eftir því hvort þetta er Easy, Average eða Hard skill.

Maneuvers kostnaðurinn er ekki kominn á hreint ennþá, a.m.k. hefur ekki verið tekið neitt gott dæmi um það enn sem komið er og enginn hjá SJG viljað svara um það en líklegast verður hann 1/2/3/4 o.s.frv. a.m.k. fyrir einhver maneuvers.

Ads/Disads:
Talents er það stóra nýja í Advantage hlutanum. Þetta eru svona “background” advantages, t.d. eins og Outdoorsman. Gefa manni t.d. bónusa á ákveðna skilla og sitthvað fleira. Eins og ég skil það er hægt að kaupa fleira en eitt level í flestum eða öllum þessum Talentum.
Þetta mun víst hafa verið gert vegna þess að spilurum fannst þeir þurfa að kaupa svo mikið af hinum og þessum skillum, bara til að characterinn “virkaði” sem einhvers konar týpa - nú á það að vera hægt með Talents í staðinn.

Það er búið að gera Dependant reglurnar einfaldari og þær gera ekki ráð fyrir að dependantinn sé byggður á einhverju fyrirfram föstu punktatotali heldur er t.d. svona:
Dependent (Loved one; built on 50%; 9 or less) [-10]
Þetta á reyndar við um fleiri disads sem miða nú við point level campaigns/characters frekar en point level meðaljónsins.

Einnig er búið að breyta sumum level-based ads í one-level ads, eins og t.d. Language Talent.

Og svo einn “orðrómur” í lokin:
I nýjasta pyramid sýnidæminu (sem er álfur ef þið hafið ekki giskað á það nú þegar) virðist vera hægt að kaupa upp bæði Speed og Move. Speed er reyndar ekki hækkað í þessu dæmi en Move sem ætti að vera 6 er 8 og kostar 10pts, virðist sem sagt vera 5/level.

Svo ætla ég að láta fylgja með Elf templateið úr Pyramid greininni. Þetta verður í basic bókinni hvort eð er og þar sem þetta inniheldur ekki restina af character greininni, þá held ég að ég sé ekki að gera neinn stórskandal, svona hugverkaréttindalega séð:

Elf 70 points
Attribute Modifiers: ST -1 [-10]; HT +1 [10].
Secondary Characteristic Modifiers: Per +1 [5].
Advantages: Appearance (Attractive) [4]; Language Talent [10]; Magery 0 [5]; Perfect Balance [15]; Telescopic Vision 1 [5]; Unaging [15]; Voice [10].
Racially Learned Skills: Connoisseur (Natural Environments) (A) IQ-1 [1].

Þetta ætti að duga í bili. Ég sendi svo inn meira þegar það kemur eitthvað bitastætt á netið.

Rúnar M.