Það er rétt. GURPS 4th edition er á leiðinni.
Hér er linkur á upplýsingar um nýju útgáfuna og útgáfuáætlun:
http://www.sjgames.com/gurps/
Basic bækurnar - já þær eru tvær í þetta skiptið - koma í ágúst, GM screen kemur svo í september og svo koma fyrstu 4th ed bækurnar koma svo í október (GURPS: Fantasy) og Nóvember (GURPS: Magic).
Basic bækurnar verða eins og áður sagði tvær og skiptast í GURPS Basic Set Volume 1: Characters og GURPS Basic Set Volume 2: Campaigns. Eftir því sem ég best veit mun megnið af upplýsingunum sem er að finna í Compendium bókunum, þ.e.a.s. það af því sem verður uppfært, hluti af Basic bókunum.
Þeir ætla ekki að gera allt 3rd ed safnið úrelt heldur ætla þeir aðallega að uppfæra “crunchy” bækurnar eins og High Tech, Vehicles og annað slíkt. Source bækur eins og historical bækurnar (Greece, Russia, Celtic Myth, o.fl.) verða ekki uppfærðar til að byrja með.
Og svona til að koma með enn fleiri fréttir:
SJGames eru búnir að stofna sína eigin PDF publishing deild sem heitir e23 - http://e23.sjgames.com/
Þett er þó ekki farið af stað ennþá en á víst að gefa góðan stuðning við 4th edition GURPS.
Rúnar M.