Þegar þú ert að spila, eða ölluheldur ert að búa þér
til “Character” og ert þá staddur/stödd frammi fyrir því
að þurfa að velja þér alignment hvað er það þá sem að fær þig til
að velja það sem þú velur?
Fer þetta bara eftir því hvernig skapi þú ert í þá stundina:
Djöfullinn,ég misti af strætó áðann og var seinn í sessionið,ég vel mér Chaotic Evil og stúta öllu sem ég sé.
Eða fer það eftir því sem að þig hefur alltaf langað til að vera
eða stefnir að því að vera:
Mig hefur nú alltaf langað til að vera munkur og lifa skírlífi
í klaustri uppi í fjöllum bezt að velja Neutral Good.
Eða endurspeiglar þú sjálfan þig í persónuninni þinni:
Ég er nú bara nokkuð jafn á geði ættli ég velji ekki bara Neutral.
Eða miðar þú við þann class sem að þú ert að spila og þann prestige class sem að þú stefnir á?
Ég er nú allavega á þeirri skoðun að ef að spilari sem að
er að play-a alignmentið sitt vel og rétt fái auka xp útá það!
Svo eru nú til margir sem að spá ekkert í alignment,
og að mínu mati draga þá verulega úr skemtanagildi leiksins.
Endilega commenta.
Ósnotur maður