Sælir!

Á komandi spilamóti; þið vitið, þetta fyrir norða; hef ég hugsað mér að stjórna Epic ævintýri og nota til þess Ravenloft heiminn. Ravenloft er, eins og flestir vita, gothic-horror heimur og hetjurnar þurfa að kljást jafnt við skrýmsli sem og eigin geðheilsu.

Settingið er að mörgu leyti líkt öðrum D&D heimum, en frábrugðið að því leytinu til að þar er meira um undeads, necromancers og wickedness. Undeads eru auk þess töluvert öflugri en gengur og gerist.

Ævintýrið sem spilað verður er gamalt TSR ævintýri sem ég er búinn að modify'a. Ég tel það vera eitt af erfiðustu ævintýrum sem TSR gaf út á sínum tíma, það reynir á alla hliðar RPG. Bara til að gera það enn erfiðara nota ég Ravenloft, þar sem margir galdrar eru corrupted, planar travelling erfitt, næstum óhugsandi og geðheilsan…já, geðheilsan…..hehe…hehehe.

Nú er bara spurning um hvort þú sért tilbúinn í slíkt. Þorirðu að reyna?