Hæhæ!
Ég hef upp á síðkastið verið að búa til heilann heim í D&D og spilað hann með vinum mínum. En ég hef tekið eftir einu sem að enginn sem ég þekki hefur prófað að hafa og ég held meira að segja að Tolkien hafi sleppt því.
Guðir.
Ég ákvað að búa til þrjár Gyðjur sem að allar hafa ólíka hæfileika og stjórna allar mismunandi vættum. Hér koma þær.
GYÐJURNAR ÞRJÁR
Þrjár gyðjur eru til. Þrjár ólíkar systur.
Elení heytir sú fyrsta. Hún hefur hina hunangslitu húð fólksins sem býr í tjöldunum. Hendur hennar eru úr fuglabeinum og hún getur breytt þær út og hafið sig til flugs. Hún ber þrjú men um hálsinn en önnur þrjú um vinstri únliðinn. Nöfn þessara mena eru fegurð, ljómi, virðing, gjafmildi, hreinskilni og gáfur.
Hún stjórnar Fugladrottningunni sem að býr á fjallstindum Elfren Omín.
Alana heytir önnur. Hún ber hina svörtu húð frumbyggjanna. Neglur hennar eru margra þumlunga langar og augu hennar eru skáleit, græn og hvöss. Hún getur breytt sér í kött og ræður yfir svarta pardusdýrinu sem að býr í frumskógum Nivýu.
Unmení heytir sú þriðja. Ermar kjóls hennar eru margra feta langar en þær ber að varast því að þær geta breyst í sverð á örskota stundu. Hún hefur hið ljósa skinn fólksins sem að býr í vestri og norðri. Hún getur breytt sér í fisk og ræður einnig yfir fiskinum með stáltennurnar í vatni kornsins.
Þá eru þær allar upptaldar.
Ég á eftir að gera meiri smáatriði í þessu seinna.