Jæja, þá er það komið í ljós, áhuginn fyrir spilamóti var ekki meiri en svo að það datt upp fyrir vegna ónægrar skránningar stjórnenda.
Hvað er í gangi í þessu spilasamfélagi hérna á þessu blessaða skeri. Hér leggja menn mikið á sig til að undirbúa og halda spilamót fyrir okkur “sótsvartan almúgan” en síðan þegar á hólminn er komið þá gugnum við og ekkert verður af þessu.
Þetta er annað mótið sem dettur uppfyrir á tveim árum. Fyrst seinna fáfnismótið. Síðan tóku nokkrir hugarar, þar með talinn stjórnandi vor, sig til og héldu mót. Spuni I. Eitthvað var dræm skráning á það til að byrja með en það reddaðist nú allt.
Menn kenndu um lélegri augnlýsingu og öðru eins fyrir því að þeir skráðu sig ekki. Núna var mótið augnlýst hér á huga, og alla vega 4 blöð niðri í Nexus. Þannig að spurninginn til ykkar er þessi.
Á ekki bara að spara öllum ómakið og hætta þessari spilamótamennsku. Þar sem augljóslega enginn nennir að mæta. Ég er nokkuð viss um að þeir sem voru búnir að leggja vinnu sína í undirbúning þessa móts hafa eitthvað betra við tíman að gera en þetta.
Ég veit að ég skráði mig sem stjórnanda, rétt eins og á Spuna I, þegar ég frétti að eitthvað væri hún nú dræm aðsókn stjórnenda á mótið.´
Hvar voru allir þeir sem hafa “nöldrað” um mótsleysi og annað eins hér síðustu mánuði. Ekki er hægt að kenna skjálfta um, hann er ekki fyrr en seinna í mánuðinum. Ekki er það evrópu keppninn í handbolta sem er að stoppa fólk. Hvað er í gangi fólk. Erum við svona andskoti áhugalaus um móts hald að það er ekki einu sinni hægt að fá 10 stjórnendur af öllu landinu til að stýra á móti.
Það er ekki eins og það sé eitthvað sérstaklega leiðinlegt. Né gasalega tímafrekt. Eyddi að ég held heilu korteri í að búa til charactera fyrir síðasta mót. Plotið var easy og restin skálduð upp á staðnum. Og þetta var í kerfi sem enginn hafði spilað áður.
Þannig að ég spyr aftur: erum við svona áhugalaus?
Tves