Persónulega tel ég það vera best, ef þú notar ekki allar reglur eða breytir þeim til að skapa meiri stemningu eða bjóða upp á betra roleplay, að láta spilarana vita fyrirfram við hverju á að búast.
Sem dæmi er D&D sett upp á þann hátt að lendi tveir einstaklingar saman í nokkurs konar ability test vinnur sá sem er með hærra skor í viðkomandi ability. Það eru engin köst, inni þetta spilar enginn heppni, bara stattinn rúlar, t.d. í sjómannskeppni (str vs. str). Kerfið gerir ekki ráð fyrir að menn geti tognað, slitið krossbönd eða slíkt við álíka áreynslu. Þetta er hins vegar hægt að útfæra á skemmtilegan hátt, en ef þú gerir það, override'ar reglurnar, þarftu að kynna spilurunum það áður en þeir fara út í þess háttar. Þeir ráða síðan sjálfir hvort þeir taki þátt, geta t.d. látið persónu sína neita eða ganga í burtu. Valið er því í raun þeirra, þú skapar bara aðstæðurnar.
Önnur leið er að vera búinn að setjast niður allir saman og búa til house-rules. Slíkt gera mjög margar grúppur og getur oft lífgað upp á leikinn.
Ég er hins vegar ósammála því sem hefur áður komið fram. Það er ekkert leiðinlegra en að hafa spilara sem sífellt flettir upp öllum mögulegum og ómögulegum reglum. Þú sem DM átt síðasta orðið, það ert þú sem skerð úr um hvort a eða b gildir. Þegar þið eruð byrjaðir að spila berð þú í raun ábyrgð á að leikurinn gangi snuðrulaust fyrir sig og ef að þú hefur kynnt allar breytingar á reglunum áður en þið byrjuðuð að spila, er lítið vandamál að halda slíku fram. DM'inn verður að geta haldið fram leiknum án þess að vera sífellt truflaður með “Troll sem er ekki vulnerable to fire!!! Hvaða bull er það? Það stendur í MM að troll séu vulnerable to fire og þá ætla ég að brenna úr honum hjartað og þú, DM, getur ekki stöðvað mig! Hann á að fá double damage!” Spilarar verða líka að gera sér grein fyrir að það er munur á character knowledge og player knowledge, þetta er mörgum erfitt. “Yes! Í fyrsta skipti sem við hittum múmíu, gott að ég memoriza'ði fireball og burning hands, hún er nefnilega vulnerable to fire skv. MM!”
Ef ég væri þú myndi ég skrifa niður allar þær útfærslur sem þú ert með á reglunum, þ.e. major ones, og síðan hafa í huga að láta spilarana vita áður en þið byrjið að spila eitthvað (t.d. ability vs. ability) til að koma í veg fyrir misskilning. Ekki láta þá vita þegar þeir eru byrjaðir.