Ég er sammála Rúnari hér að mörgu leyti, en einnig sammála Agli.
2nd edition leiðir oftar af sér dýpri character-a, hreinlega vegna þess að þetta kerfi var svo flókið. Jafnvel reyndari spilarar þurftu að fletta upp í bókinni af og til og var lögð oftar meiri vinna við persónusköpun (það var of tímafrekt til að reyna eitthvað annað).
Taktu samt eftir “…leiðir oftar af sér dýpri character-a…” og “…oftar lögð meiri vinna…” þetta er ekki alltaf. Ég hef borið vitni að því er kastað var saman “generic fighter #2” af spilara í 2nd edition. Ég hef sjálfur búið til character-a sem mætti kalla epic, með dúndrandi bakrunn, mjög ákveðann persónuleika, feats & skills sem leiða af sér mjög litla “stat-wise” bónusa og eru frekar til að passa bakrunninum (td. knowledge, craft & proffession) og ég get ýmindað mér að margir samspilarar mínir hafi gert hið sama.
Staðreyndin er sú, að spilið ræðst allt af grúppunni. Ef þetta er bara looney grúppa, þá mun þetta bara vera looney leikur. Hinsvegar ef þetta er alvarleg grúppa, þá verður þetta alvarlegur leikur. Ekki dæma heilt reglusett út úr einni grúppu, sérstaklega ef þetta er leiðinleg/léleg grúppa.
ps. 3x árásir með rapier á 4th level-i er ekki hægt nema þú sért með tvo rapiers, og haste-ir þig, auk þess er skaðinn alltof lítill, nema þetta hafi verið eitthvað +4 flaming rugl.
mmm…
það er margt til í þessu hjá ykkur öllum!
sjálfur hef ég spilað með agli um nokkurt skeið bæði 2nd og 3rd og hef séð galla við bæði kerfin!
persónulega finnst mér 2nd skemmtilegra, en er samt ekki að afskrifa 3rd. að vísu hef ég ekki kynnt mér reglur 3rd að fullu, en þau skipti sem ég spilaði það þá kom þá mér á óvart hvað öfgarnar eru miklar (er ekki að segja að það geta ekki verið öfgar innan 2nd, en þær eru þó aðeins “down to earth).
ég vill ekki meina að það sé ómögulegt að roleplaya í 3rd, það er bara mun léttara að statsplaya. það er að vísu einnig létt að statsplaya í 2nd en það er bara ekkert skemmtilegt (mín skoðun).
þegar ég DM-a og spila þá reyni ég að hafa sem mest af roleplay og mögulegt er. mörg session líða án þess að bardagi kemur fyrir (agli getur staðfest það, berserkerinn hans var dauður í 3-4 session). þegar ég spilaði 3rd fyrst þá fékk ég vægast sagt skelfilegar tölur (semi fínar fyrir 2nd) en alger hörmung fyrir 3rd. dminn spurði hvort ég vildi bara ekki rolla aftur, en ég sagði nei ”ég er roleplayer, ekki statsplayer" (stoltur 2nd nörd hehe). samt kom það mér á óvart að mér fannst mér finna characterinn mun fyrr en hinum sem voru með úber statsa!
ég get vel trúað því að sitthvor útgáfan sé soldið frábrugðin að því leitinu til að 2nd er nær raunveruleikanum (nú hlæja jockarnir hehe), á meðan 3rd finnst mér vera frekar svona úber epic slay the dragon ævintýra dæmi.
það var til að mynda einn galdur sem fór voðalega í taugarnar á mér í 3rd. hendin rifnar af fórnarlambinu ef hann failar á will save-i og byrjar að kyrkja hann og þetta var að mig minnir 3 levels galdur. A tad over the border!
en all to all þá er hvorugt betra en hitt, bara öðruvísi. str dæmið í 2nd er gífurlega out of porportions miðað við hina statsana.
með von um meira roleplay og minna hack & slash!
WoRkZ
0
Jæja, ég er einn af þessum “gömlu” AD&D playerum. Og í rauninni verð ég að segja að hvorugt kerfið sé betra. En bæði kerfinn hafa mjög góða punkta sem þau gætu coperað frá hinu til að bæta sig.
Tildæmis í AD&D eru kits, það hefur alltaf farið í pirrurnar á mér að þú þurfir að bíða þanngað til á 6-8 lvl til að verða swashbuckler. Svo ekki sé minnst á hvað bards handbook gerði fyrir vannillabardinn. Prestige classes eru flott hugmynd, en sum þeirra eiga vera opin characterum af lágum lvlum, jafnvel opin í character creation.
Hinsvegar er combat kerfið í 3rd ed “dumbed down” sem er mjög gott, þar sem ad&d var með combat reglur í næstum öllum bókum. Fullt af optional drasli og allt of í klessu þess vegna.
Líka vill ég benda fólki á að 3rd Ed fann upp Range Incrediments sem eru að mínu mati einhver besta combat regla sem fundinn hefur verið upp í Roleplay.
AD&D og 3rd gáttu bæði verið stat play of doom kerfi. Ég bjö einu sinni til lvl 3 character (custom Class) sem tók út 18th lvl paladin á 3 roundum. Vill taka framm að DMinn var að reyna sýna framm á að characterarnir væru alltof oflugir og var svolltið ekki að hugsa. (Svona Fór þetta, disarm, trip sverð á háls þegar hann er liggjandi og lét hann gefast upp).
En eins og ég segi, bæði kerfinn eru góð á sinn hátt, ef tækist að blanda þeim saman, þá yrði niðurstaðan mjög líklega flott…
0
tves:
Ef ekki þyrfti eitthvað til að vinna, þá væru þeir varla “Prestige” Classes.
Hitt er svo annað mál að mér finnst vandamálið liggja ekki í kerfinu, heldur í því hvað leikmönnum virðist of þeir þurfa að fá efnið formelt og stimplað fyrir sig áður en þeir geta tekið það og unnið með það.
Þú þarft ekkert að bíða þangað til á einhverju X-leveli með að verða swashbuckler. Þú þarft ekkert kerfið til að segja þér að þú sért eða ekki sért swashbuckler. Hegðaðu þér einsog swashbuckler, og þá ertu swashbuckler.
Svona mikilvæg skilgreining á persónu kemur úr því hvernig þú framsetur hana, ekki hvað stendur í class reitnum á charactersheetinu þínu. Þetta er, að mínu mati, meira að segja sérstaklega mikilvægt með swashbuckler, því swashbuckler verður aldrei skemmtilegur í höndunum á einhverjum sem reiðir sig bara á tölurnar fyrir framan sig. Hann þarf að vera kjarkaður og sjálfstraustur, fær um að “improvisera” og snúa málum í sinn hag.
Kveðja,
Vargu
0
Ég hef Role-playað í AD&D 2nd ed, og núna nýlega í 3rd ed (hæ tmar!) og ég verð að segja að ég sé fleiri plúsa heldur en mínusa að “uppfærast” í 3rd ed.
Stærsta breytingin er allt þetta frelsi sem maður er kominn með, sérstaklega þegar kemur að character classes. Til dæmis, ef maður ætlaði að gera dverga-character í 2nd ed, þá gastu valið um Fighter, Cleric eða Thief, eða blöndu þar af. Mér finnst það nú asskoti takmarkað úrval. Og hvað með equipment-valmöguleikana? Miklu meira frelsi þar líka. Nú er hægt að láta Wizard nota Longsword án þess að þurfa að fjárfesta í tveim eða þrem auka-bókum.
Í 3rd hefur öllum svoleiðis takmörkunum verið útrýmt, sem bæði eykur á ánægjuna og gefur Role-playerum nýjar áskoranir. Tökum “extreme” dæmi: Half-Orc Paladin. Gaur sem hefur svarið eið til að verja þá sem óttast hann og hata. (Hljómar kunnuglega, ekki satt?)
En þó eru nokkrir hlutir við nýja kerfið sem mætti gera betur, og er bardagakerfið það sem ég bendi helst á. Persónulega finnst mér hálf-asnalegt að þurfa núna að nota módel til að tákna characterinn sinn og hans nánasta umhverfi, en á meðan það gerir ætlunarverk sitt, þá þarf ekki að vera að rellast mikið yfir því.
0
Bastich: Hvað ertu að kvarta yfir módelum, þú sem ert nýkominn með svo fínt módel:)
0
mér finnst persónulega version 3.5 alltaf best en samt einn galli við það er að í players handbook í equipment kaflanum þá er hvergi minnst á trail rations, samt í starter pack hjá öllum classes er 1 day's trail rations
0
Það er víst minnst í Trail Rations. Farðu á stóru töfluna á eftir Weapon og Armor, og þar sérðu Backpack, Waterskin og allt það. Einhversstaðar þar er hlutur sem heitir: “Rations, trail”. Það er Trail Rations.
0
Hvaða heimatilbúni galdur er það? Ég bara man ekki eftir neinum galdri í 3rd. þar sem rifnar höndin af fórnarlambinu og hún byrjar að kyrkja hann.
Ég byrjaði að spila roleplay þegar AD&D var og hét, en var fljótur að skipta yfir í 3rd þegar það kom út. Bæði fannst mér reglurnar vera orðnar ansi tættar í 2nd, m.a. varðandi combat, og svo fannst mér weapon/non-weapon prof. vera alveg út í hött. Ég spilaði með gaurum sem voru ansi góðir á reglurnar, en enginn af þeim var sammála um þessi profs og hvernig væri best að nota þau.
Talandi um stats-play, hvað er með það í 2nd að geta ekki fengið að vera t.d. ranger nema með nógu góða statsa? Þið sem hafið svo gaman af því að spila gaura sama hvaða statsa þið hafið? Er þetta eitthvað annað en stats-play?
Og hvernig í ósköpunum getur 2nd verið nær raunveruleikanum? Þetta eru spil sem fjalla um hetjur, galdra, dreka o.s.frv. Hvernig meturu hvort spilið er raunverulegra?
Að lokum þá langar mig að biðjast velvirðingar á því ef einhver finnst að honu vegið í þessu “ranti” mínu, ég bara gat ekki haldið aftur af mér þar sem mér fannst gagnrýnin á 3rd hér að ofan æði oft bera keim af því að viðkomandi hafi ekki kynnst sér málið til hlýtar.
0