Sælinú…

Ég hef verið að spila Ad&d af miklum krafti seinastliðin ár en undanfarið hef ég verið að spila smá með annari grúbbu sem spilar 3rd. edition. Ég hef spjallað við báðar grúppur um að hvort sé hentugara kerfi og skemmtilegra til að spila. Þannig að ég ákvað að skoða dæmið í víðara samhengi og taka útdrátt úr báðum.

Ad&D er skemmtilegra á þeim forsendum að það býður ekki uppá þetta svokallaða “Stats Play” sem gengur út á það nánast að vinna spilið (þótt að tæknilega séð þá er það ekki hægt.) Charakterarnir þar eru spes og það sem er best er við Ad&D að mínu mati er að á fyrsta leveli þá ertu bara venjulegur maður… á fyrsta leveli í 3rd. þá ertu þegar fokkin powerful. Ad&d krefst miklu meira role-play vegna þess að ef pc-arnir vinna ekki saman þá deyja þeir bara. Á meðan 5-levels fighter gæti farið á móti her af undead í 3rd. og slátrað öllum.

Í fyrsta ævintýrinu mínu í 3rd. edition spilaði ég subbulegan sjóræningja-fighter á 4. leveli. Vinur minn kíkti inn í herbergi og þar var maður að klæða sig í buxur. Hann sparkaði vini mínum út til okkar hinna og kom út með fallbyssu undir hendinni. Ég stökk til hans með quick draw og skar í hann 3x með rapier og gerði u.þ.b 30 punkta af damage. Allt þetta gerðist á 6 sek. Finnst mér þetta aðeins of mikið og alveg absúrd ef ég á að segja eins og er…

Það getur verið gaman að spila Psycho charactera einu sinni og einu sinni en að þurfa að role-playa characterinn sinn upp af fyrsta leveli.

Við tókum eitt ævintýri í Ad&D þar sem við byrjuðum á 0. leveli. Byrjuðum sem sagt sem enginn, sem bara misc. bóndi nr. 3. DM-inn lagði mikla vinnu í ævintýrið að láta öll tékk og allt þannig mjög erfitt. Þegar maður kommst loks upp á fyrsta level, Þá var það svo æðisfengin tilfinning því þú gerðir þennan gaur að því sem hann var.

In conclusion tel ég að það vera eimmit málið. 3rd. edition er of powerful. Þetta kallast Role-Playing Games og þúi role-playar svo miklu meira í Ad&D að þú getur ekki hugsað um annað en næsta session.

Yðar…
3gill XInd.