Jæja veit þetta hljómar asnalega en ég ætla að segja frá því þegar ég fór í D&D í fyrsta sinn. Ég hafði smá fengið að prufa þegar ég var sex ára en það var varla tekið.
Það var allavega að vinur minn sem að býr í Frakklandi en kemur heim í tvær vikur á sumri kom til mín sumrið sem að ég var nýbúin í 5. bekk.
Ég var að leika við vinkonu mína en hann spurði mig um spilið sem að ég hafði sagt honum frá. Ég hafði sko sagt honum pínu frá þessu ári áður en við náðum ekki að spila þetta því að daginn eftir það ár fór hann til Frakklands.
Ég sagði þeim frá þessu spili sem að ég hafði bara prófað pínulítið einu sinni og þeim fannst það vera rosa flott svo að við ákváðum bara að spila það. Ég skýrði söguna Drekamenin sem að er afar fáránlegt nafn en ég var nú bara 9 ára hálviti.
Þau léku þrjá kalla. Kall sem að hét Lumoche og var vopnaður boga og örvum. Konu sem að hét Rika og var vopnuð exi. Og svo léku þau einn kall saman sem hét Novilo og var vopnaður sverði og skildi.
Ég vill alltaf byrja ímyndunnarspil þannig að þau byrja ekki saman sem hópur heldur hittast fyrir “algjöra tilviljun”.
Svo að það byrjaði með að Rika var að labba úti á götu en þá komu 3 orkariddarar og réðust á hana. Lumoche sá það og náði að skjóta einn þannig að hann datt af hestinum.
Þá voru þau búin að hittast.
Novilo var á efri hæðinni á bar og var að pæla í því að eyðileggja einhvað þarna því að barstjórinn hafði hlegið af litarhátt hans (ég ákvað að Novilo væri kominn af erlendum þrælum, rauðhærður en í þessu spili voru afar fáir það. Það eru nú til kynþáttafordómar í D&D ekki satt?)
En hann sá þau út um gluggann og fór út um gluggann. Honum tókst að stökkva ofan á einn orkariddarann sem að datt af hestinum.
Þau drápu þá alla vegana og ákváðu að verða vinir og fara út úr þessari borg.
Þau hittu mann í skóginum og barninu hans hafði verið rænt. Þau fundu ræningjana sem að bjuggu í nokkrum húsum úti í skógi. Þeim tókst að drepa þá og særðust talsvert en fundu svo barnið lifandi.
En þá fundu þau leynikjallara en þar var gamall maður fangi og þau losuðu hann.
Gamli maðurinn gaf þeim þrjú hálsmen en hljóp svo út og bókstaflega hvarf.
Þau skiluðu barninu til mannsins sem að launaði þeim með að gefa þeim hlýjar skikkjur sem að líka var hægt að nota sem teppi.
En svo komu þau til annarar borgar en þar geisaði stríð svo að þau skráðu sig í herinn.
En þá þurftu vinir mínir að fara. Við ákváðum að halda áfram alla þessa viku svo að hver dagur í vikunni var umþb. sona hjá okkur: vakna borða spila borða sofa.
Ævintýrin héldu áfram og við sömdum margar reglur og ég teiknaði afganginn af kortinu.
Þau fóru í herinn og börðust en borgin endaði hálfgerðlega í rústi. En Novilo fann bækur sem að einhver hafði grafið niðri í kjallaranum fyrir löngu og gat hjálpað sumum því að það var einn læknir þarna og þetta voru m.a. bækur um hvernig plöntur geta læknað hluti.
Novilo var útnefndur hetja í þessum bæ en þau ákváðu að fara því að þeim hafði verið sagt að það væri kastali lengst í norðri nefninlega þau höfðu spurt fólk um hálsmenin sín en enginn gat svarað. Þau héldu af stað til kastalans í norðri og lentu í talsverðum bardögum á leiðinni en þar voru þrír kastalar, kastali manna, kastali álfa og kastali dverga sem að hafði verið búinn til úr fjalli.
Þau fóru í mannakastalann því að þeim var meinaður aðgangur í alla hina kastalana. Þar var galdramaður sem líktist gamla manninum sem að hafði gefið þeim hálsmenin.
Þessi galdramaður var afar máttugur og hjálpaði til við stjórn þessa kastala.
Þau spurðu hann um hálsmenin en hann sagði þeim að fyrst þyrftu þau að fara í gegnum þrautakerfi því að annars fengju þau ekki svör við spurningum sínum.
Þau fóru í þessar þrautir sem að fólust flestar í því að drepa óvini og lifðu þær allar af. Þau komust öll upp um level í þrautunum.
Þá svaraði galdramaðurinn spurningunni um hálsmenin að þetta væru drekahálsmenin þrjú og þau sameinuð við píramídana þrjá í suðvestri mundu leysa úr læðingi drekann ægilega úr miðjupíramídanum hinum fjórða og sá sem að mundi láta hálsmenin þar gæti stjórnað þessum dreka.
Þau spurðu þá afhverju gamli maðurinn hafði gefið þeim þetta en galdramaðurinn sagði að þau gætu bara fengið svar við einni spurningu.
Þau fóru frá kastalanum og héldu í suðaustur en það tók sona tvo daga í raunvöruleikanum (þá er ég að meina við spiluðum þá ferð í tvo daga).
Þá létu þau hálsmenin við rétta píramída en þurftu svo að setja þau strax aftur á sig því að drekinn hlýðir bara þeim sem að er með hálsmenin.
Og drekinn kom út úr píramídanum í miðjunni. Þeim tókst að stjórna honum og flugu aftur til borgarinnar sem að þau höfðu fyrst komið frá því að þau fréttu að það væri verið að gera árás á hana.
Þau föttuðu bráðlega hvað var svona erfitt við að vera húsbóndi drekans og afhverju maðurinn hafði gefið þeim menin.
Það var erfitt að eiga menin og þau byrjuðu að vera sífellt að rífast. Auk þess voru þau alltaf á nálum að einhver myndi taka menin af þeim, grunuðu jafnvel hvort annað.
Þau komu alla vegana til borgarinnar og börðust þar með hjálp drekans síns sem að þau ákváðu að skýra Ebherethe.
Borgin hefði sennilega tapað ef þau hefðu ekki komið til hjálpar en skyndilega kom sá sem að hafði sent alla orkana.
Það var galdramaður sem að ferðaðist á risa með vængi.
Drekinn og risinn börðust en partyið barðist við galdramanninn.
Galdramanninum tókst að minnka Riku niður í tíu sentímetra og rota Lumoche en hafði oft reynt að skjóta göldrum á Novilo en ekkert gekk.
Þá kom í ljós að Novilo var ónæmur fyrir þessari tegund af göldrum. Þá gerði galdramaðurinn vegg utan um sig sem að enginn maður gat komist í gegnum. En það sem að var ekki gert úr holdi gat komist í gegn. Þar gerði hann mistökinn.
Novilo tók boga Lumoche og drap galdramanninn með þremur síðustu örvunum (ein í löppina, ein í öxlina og ein í bringuna).
Þá kom galdramaðurinn sem að hafði sagt þeim frá drekanum og sagði að þau gætu ekki verið lengur í þessu landi því að galdramaðurinn sem að Novilo hefði verið að drepa hefði verið bróðir miklu öflugri galdramanns sem að Novilo væri sennilega ekki ónæmur fyrir.
Þau áttu ekki fyrir skipsfari og flugu þess vegna á drekanum þrátt fyrir að hann væri talsvert særður eftir bardagann.
Þegar kom að þessu fór vinur minn aftur til Frakklands og við höfum ekki náð að spila þetta síðan því að hann kemur bara einn dag á ári :(.
Allavega hvað fannst ykkur.
Ég er að pæla í að klára þessa sögu og spila hana með öðrum krökkum sem að hafa áhuga á þessu líka.