hmm kannski ertu að fara útí svipað og eg henti litlu systur minni í : stjórnaði henni einusinni og hvatti hana svo til að nota þá heimatilbúnu útgáfu af D&D sem ég sagði henni frá með vinkonu sinni ;) ekkert að því :)
hinsvegar ef þú og vinir þínir hafa tök á að kaupa reglu bók er það að sjálfsögðu betra upp á nákvæmni.. þó þið verðið að kunna ensku til að skilja (skilst að askur sé hvergi fáanlegur.. endilega leiðrétta ef rangt er)
—
* Hversu mikið eiga þau að byrja með í styrk lipurð og öllu því?
ef þú notar 20 kerfið er gott að láta þau fá t.d. 8 - 10 - 12 - 13 -15 -17
svo getur þú líka látið þau kasta 3 sinnum 6 hliða tening og lagt það saman. þessu er svo dreift á 6 hæfileika
*Hvað eru hæfileikarnir sem að á að skrifa? ég veit um styrk, lipurð, skapskyggni/almenn skynsemi, líkamsbyggingu, þekkingu/rökhugsun og aðdráttarafl, fleira ekki.
svo eru það lærðar greinar svo sem Hlusta, Sjá(spot), Leita(search), smíða, spila á flautu og slíkt. notið ýmindunar aflið þar, ef einvherjum dettur í hug að kunna einhvað sem passar við sögu persónunnar þá leifðu honum að kunna það. Leyfðu þeim að eiga punkta eins og þér finnst passa út frá vitsmunum (t.d. alm. skynsemi + rökhugsun deilt með 2) ath. þettað eru ekki d20 reglurnar en einfaldara.
*Kastar maður upp á hvaða vopn maður byrjar með eða ræður sögumaðurinn því bara?
sögumaður og spilari koma sér yfirleitt saman um það
*Þarf maður að ákveða hvað allir óvinir eru með í styrk og svoleiðis?
já
*Eiga leikmenn að geta hyrt vopn af öllum óvinum?
já, allt sem óvinirnir bera er hægt að hyrða.. en athugaðu samt hve venjuleg manneskja getur borið og að vopnin/hlutirnir eru ekki alltaf beint út úr búð svo stundum vilja spilarar ekki taka hlutina. (t.d. ef þeir hitta goblin í blóðugri brynju og með ryðgað sverð)
*Getið þið nefnt mér dæmi um helstu óvini og hversu mikið þeir eru með í lífi og styrk og svoleiðis ég veit bara um orka og drísla?
hmmm.. það er í raun undir þér komið. ef þú ert ekki með reglubók er ágætt að láta þá vera með jafn mikið í líf og einn 6hliða teningur + 1/2 líkamsbygging (gildir sama með spilara, nema þegar þeir verða öflugri (bæði skrímsli og spilarar) getur þú margfaldað þettað)
notaðu bara hugmynda flugið og reyndu að hafa flest skrímsli og vonda menn sem einhvað sem hetjurnar eiga möguleika í… svo stundum einhvað of erfitt sem þau þurfa að stopa og hugsa *illt glott*
*Hvaða teninga þarf helst í þetta?
í d20 kerfinu notast aðalega 20hliða teningur en allir hinir (d4 d6 d8 d10 og d12) notast líka. samt betra kannski fyrir þig án reglu bóka að nota bara d20 og d6
*Þarf að hafa kort við þetta eða?
það er skemmtilegra
—-
skemmtið ykkur vel