Það hefur verið mín reynsla að flestir spilarar þroskast sem betur fer upp úr því að vera power-players og fara að reyna að role-playa ef því er haldið að þeim. Hópurinn minn inniheldur reyndar fólk sem voru kannski aldrei neinir uber-munchkins en gerðu þó heiðarlegar tilraunir til þess.
Því miður eru alltaf einhverjir sem bara vilja ekki vaxa upp úr því að vera roll-players og þá oftar en ekki detta þeir út úr spilamennskunni eða finna sér hópa þar sem það er vinsælla en alvöru role-play. Eins og Vargur sagði - skila þeim og fá nýja.
Eitt trikk sem þú gætir prófað er að starta campaigni þar sem characterarnir eru fátækir sveitadurgar - eiga enga peninga, lítið um góð vopn og alls enga galdrahluti eða neitt slíkt gúmmulaði. Segja þeim svo að ef þeir skrifi ekki nothæft background m.v. þessi formerki þá munir þú skrifa það fyrir þá. Reyna að fá þá til að spila sig upp úr meðalmennskunni frekar en að byrja sem einhverjir svaka ofursveppir.
Annað trikk er svo bara að segja einfaldlega NEI!
Ef spilararnir koma með einhverja út úr kortinu klikkaða backgrounda þar sem þeir eru konungssynir með lykla að fjárhyrslum ríkisins eða með heilu kirkjurnar fullar af fanatískum prestum sér til aðstoðar, þá er bara að banna þeim það og segja þeim að gera nýtt background og virða þau takmörk sem þú setur þeim.
Það virkar nefnilega ekkert of vel að refsa power-playerum beint fyrir að vera power-players. Þá reyna þeir bara að finna nýjar leiðir til að gera sama hlutinn án þess að fá mínus í kladdann. Betra að rabba við þá og sjá hvort þeir taka ekki sönsum.
Frekar, ef alger þörf er á, að finna óbeinar leiðir til að skamma þá eins og að láta þá finna fyrir því að ef þeir koma illa fram við samfélagið þá fer fólk að koma illa fram við þá - neita að eiga viðskipti við þá, neita að leigja þeim herbergi eða jafnvel að selja þeim mat, nú eða hrekja þá bara úr bænum eða eitthvað í þá áttina.
Svo varðandi þennan druid - ég sé ekkert að því að hann reyni að múta verðinum, ég hefði bara gefið honum hrottalegan mínus við að gera þetta. Það er munur á því að vera smooth rogue týpa sem heilsar verðinum, tekur í lúkuna á honum, hælir honum fyrir góða frammistöðu, brosir og skilur eftir pening í lófa mannsins og að vera druid sem er upptekinn við að reyna að þykjast vera annað race og myndi líklega labba að manninum og segja eitthvað í áttina við “umm hurru, hvað kostar að fá að sleppa hérna inn”.
Láta hann gera perform, disguise og bluff skill check, öll með mínus, og sjá hvað gerist þegar hann feilar og er laminn í klessu og hent í svartholið (eða rændur og hent út í skóg, eða negldur upp á vegg einhvers staðar öðrum til varnaðar, eða….. you get my point).
Anyways - það er engin örugg leið til að eiga við svona týpur, maður verður bara að prófa sig áfram og sjá hvað gerist.
R.