Ég var að festa kaup á VERSTU spilaafurð allra tíma! Hún heitir OGL Cybernet. Hún lítur kannski vel út og fólk sem vildi eitthvað “meira” úr gamla Cyberpunk spilinu sínu gæti kannski platast til þess að kaupa hana en ég vara ykkur við: EKKI KAUPA ÞESSA BÓK!!! Hún er drasl! Það væri skynsamara að kaupa sér D20 Modern og reyna að semja reglur fyrir Cyberware og Netrunning sjálf(ur).
Svo ég nefni dæmi um það hversu mikið drasl þessi bók er, þá ber að nefna hina svokölluðu “Edge Dice,” sem minnst er á í Character Creation kaflanum. Þar er sagt: The character tables also list the number of Edge Dice a character receives and their side value such as d4 or d6. These are explained further in the Combat chapter concerning melee and ranged combat, various rules for hazardous environments and effect, and the adjudication of Edge Dice. Simply record the relevant information for the character's Edge Dice on the character sheet and refer to these rules as needed.“
Eftir að hafa flett í gegnum Combat kaflann SEX sinnum þá hef ég enn ekki rekist á orð um Edge Dice. Í raun hef ég hvergi annars staðar heyrt um Edge Dice nema í ofangreindri efnisgrein. Bókin er öll einn stór samansaumur úr öðrum D20 spilabókum, þá sérstaklega Combat og Equipment kaflarnir. Næstum allar byssurnar í leiknum, og í raun nánast öll vopnin í bókinni, eru teknar orðrétt uppúr D20 Modern með örfáum breytingum, eins og t.d. á nafninu og varla það. T.d. er til byssan “Colt Lightning” sem hefur nákvæmlega sömu “statistics” og Desert Eagle .50 í D20 Modern. Þetta væri svosem ásættanlegt ef ekki væri fyrir það að lýsingin á byssunni er einnig nákvæmlega sú sama og í D20 Modern! Höfundur bókarinnar, August Hahn, gleymir meira að segja að skipta út nafninu “Desert Eagle” fyrir “Colt Lightning” í einni setningunni sem kemur, vægast sagt, mjög illa út. Það sama er að segja um næstum allar hinar byssurnar og mjög lítið sagt um þær örfáu nýju byssur í bókinni.
„En hvað með Cyberware og Netrunning kaflana? Höfundurinn hlýtur að hafa vandað sig við þá kafla!“ Maður hefði haldið það, og að vissu leiti gerir hann það. Ég get lítið sett út á Cyberware kaflann að því undanskildu að það er mjög óskýrt hvert verðið er á sumum hlutunum því það er hægt að uppfæra nánast allt á listanum. En Net-kaflinn er vægast sagt HÖRMULEGUR! Hann er mjög ruglandi og ósamkvæmur sjálfum sér, maður hefur ekki hugmynd um hvað Eitt Webdeck kostar (hugtak sem gamlir Cyberpunk-arar ættu að þekkja), það er aldrei útskýrt hvernig maður fer að því nákvæmlega að „log-a sig inn“ í gegnum þetta kerfi og forritin sem maður getur notast við eru mjög þunn í notkun og útfærslu.
Mér bauð við þessari bók eftir að ég hafði eytt næstum 4.000 kr. í hana. Hún er troðin af prentvillum, ritvillum, málfarsvillum og hálfkláruðum setningum sem höfundur virðist ekki hafa nennt að klára þegar hann „missti þráðinn.“ Hún er gefin út af Mongoose Publishings en ég hélt að þeir hefðu meiri metnað í sér heldur en þetta. Bókin styðst við hið svokallaða „Open Game License“ sem er víst einhver sáttmáli sem leyfir svona skömm og dónaskap. Þó er þetta ekki hreint og beint klúður því fyrsti kaflinn sem útskýrir D20 leikjakerfið og hugtakið „Roleplaying“ er mjög fyndinn og gamla „attitude“ taflan úr Cyberpunk 2020, sem réði fatasmekk og almennu viðhorfi til heimsins hefur verið endurnýjuð í þessari bók… sem er kostur! En þessir tveir litlu plúsar geta ekki vegið á móti öllum hinum göllunum sem þessi bók býður uppá og eru alls ekki 4.000 kr. virði. Þessi gripur er móðgun við alla spunaspilara heims, sama hvort þeir séu gamlir Cyberpunk-arar eða D&D-spilarar sem vildu prufa eitthvað nýtt. Ég endurtek: EKKI KAUPA ÞESSA BÓK!!!