Hvernig finnst ykkur 3rd edition, miðað við það að maður sé búinn að spila AD&D(2nd edition) í langa tíð og svo kemur þetta nýja kerfi sem er manni óskiljanlegt í fyrstu…

3rd edition er hrein snilld að mínu mati þegar maður gefur sér tíma í að skoða það fyrir alvöru, þetta er vel unnið kerfi frá A-Ö allir gallar úr 2nd edition liggur við farnir, characterinn er meira frjáls í uppsetningu og alles.

Gallinn er sá að þegar maður er búinn að vera inni í 2nd edition svona lengi að maður er búinn að eyða offjár í bækur sem eru svo orðnar úreltar.
Ég er að byrja að læra á 3rd edition og er að fíla það í botn en sem komið er, þetta er allt svo nýtt og glæsilegt og vel hannað.

Svo er það fyrrverandi spilahópurinn minn, sem samanstóð af hálvitum sem gagngrýndu mig í hvert einasta skipti sem ég bjó mér til character. Ég er haldinn þessari svokölluðu fullkomnunar áráttu þegar undirbúningur character´s míns á í hlut(ég meina það er MUST að maður leggi vinnu í persónuna sem maður ætlar að spila annars verður ímyndin á henni akkúrat engin) og hópurinn gagngrýnir hann sem “SUPER-CHARACTER” út af því að hann er útbúinn með tólum sem gera honum kleift að gera eitthvað til dæmis “Thief” með “Spider” og notar það til að eiga auðveldara með að brjótast inn í turn sem er í mjög mikilli hæð ef hann væri ekki með neinn öryggisbúnað(eins og t.d. spider) og failar einu teninga-kasti þá er hann sama sem dauður eftir að hafa hrapað ca. 60m niður af kastala vegg. Ég er allavega á því að þeir séu enþá byrjendur eða hafa gjörsamlega ekkert ímyndunarafl.

En mig langar svona að heyra ykkar skoðanir þessum kerfum og ímyndunarafli sem spilarar þurfa þegar í hlutverkaleikur á í hlut
Perizad.