Fyrir mitt leyti hef ég spilað í gegnum tíðinna hátt á 3. tug kerfa og þ.a.l. lesið mikið af misgóðu efni, en oft þá er ég a.m.k. ekki nógu krítískur á það sem ég er að lesa.

Ég var að velta því fyrir mér hvað fólki finnst á annað borð um RPG afurðir sem að kaupir og/eða les, ég man t.a.m. að margar Rifts bækurnar voru frekar neðanmáls og svo maður tali nú ekki um sumt sem TSR lét frá sér fara.

Mig grunar einhvern veginn að góð prósenta eignarhlutfalls RPG bóka á Íslandi kíkji hingað inn a.m.k. við og við og því langar mig til að varpa fram einni spurningu:

Hvað er versta RPG vara sem þú hefur augum litið?
_________________